07/08. tbl. 97.árg. 2011

Umræða og fréttir

59 kandídatar brautskráðir árið 2011

u10-fig1.1

Í júníbyrjun var nýjum læknakandídötum boðið í herbúðir lækna að Hlíðasmára 8. Þá var ekki nokkurt vor í lofti og askan úr Grímsvatnagosi skyggði á bjarta sjónarrönd. Kandídatar setjast náttúrlega ekki í sekk og ösku þó kaldasta vor í Reykjavík frá 1956 sé gengið í garð. Glóðvolg prófskírteini halda á þeim hita og þau mættu prúðbúin og djarfmannleg að vanda til að fagna útskrift sinni í boði síns verðandi stéttarfélags. Þau undirrituðu Hippókratesareiðinn þegjandi og hljóðalaust og hlýddu síðan á ávörp Birnu Jónsdóttur formanns LÍ, Guðmundar Þorgeirssonar forseta læknadeildar HÍ, Sigurðar Guðmundssonar forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Geirs Gunnlaugssonar landlæknis og Eyjólfs Þorkelssonar formanns FAL.

Að þessu sinni útskrifuðust 59 kandídatar í læknisfræði. Fjórtán þeirra útskrifuðust ekki frá læknadeild Háskóla Íslands heldur frá Ungverjalandi, Danmörku, Bretlandi og Rússlandi.

Læknablaðið óskar kandídötum til hamingju með prófið og alls velfarnaðar í starfi.

u10-fig2
Formaður Læknafélags Íslands, Birna Jónsdóttir, messar yfir nýjum læknakandídötum, landlækni,
forsetum læknadeildar og heilbrigðisvísindasviðs í útskriftarmóttöku félagsins á dögunum.

Anna Lind Kristjánsdóttir Harpa Kristinsdóttir Njáll Vikar Smárason
Ásgeir Alexandersson Hjörtur Brynjólfsson Rut Gunnarsdóttir
Ásgeir Snær Vilhjálmsson Hjörtur Már Reynisson Sara Skúlína Jónsdóttir
Ásgeir Örn Jónsson Hrafnhildur Einarsdóttir Sigfús Kristinn Gunnlaugsson
Berglind S. Kristjánsdóttir Hrafnkell Stefánsson Thelma Margrét Andersen
Bergrós Kristín Jóhannesdóttir Hrönn Ólafsdóttir Tinna Harper Arnardóttir
Birkir Örn Hlynsson Hugrún Hörn Guðbergsdóttir Tinna Karen Árnadóttir
Bryndís Snorradóttir Húnbogi Þorsteinsson Tómas Halldór Pajdak
Dagbjört Helgadóttir Jatinder Singh Unnur Ragna Pálsdóttir
Dagbjört Reginsdóttir Jóhann Sigurjónsson Valgerður Árnadóttir
Dagur Ingi Jónsson Jóhanna Hildur Jónsdóttir Víóletta Ósk Hlöðversdóttir
Erna Sigmundsdóttir Jónína Ingólfsdóttir Þorbjörg Karlsdóttir
Eyrún Harpa Gísladóttir Katrín Diljá Jónsdóttir Þorgerður Drífa Frostadóttir
Fjölnir Guðmannsson Katrín Þóra Jóhannesdóttir Þór Friðriksson
Friðrik Þór Tryggvason Kári Gauti Guðlaugsson Þóra Elísabet Jónsdóttir
Guðmundur Vignir Sigurðsson Lilja Rut Arnardóttir Þóra Hrund Bjarnadóttir Lynggaard
Guðný Erla Steingrímsdóttir María Kristinsdóttir Þuríður Eiríksdóttir
Guðrún Ása Björnsdóttir Martina Vigdís Nardini Ægir Amin Hasan
Guðrún Eiríksdóttir Már Egilsson Össur Ingi Emi
Halldóra Kristín Magnúsdóttir Monika Freysteinsdóttir  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica