07/08. tbl. 97.árg. 2011
Umræða og fréttir
59 kandídatar brautskráðir árið 2011
Í júníbyrjun var nýjum læknakandídötum boðið í herbúðir lækna að Hlíðasmára 8. Þá var ekki nokkurt vor í lofti og askan úr Grímsvatnagosi skyggði á bjarta sjónarrönd. Kandídatar setjast náttúrlega ekki í sekk og ösku þó kaldasta vor í Reykjavík frá 1956 sé gengið í garð. Glóðvolg prófskírteini halda á þeim hita og þau mættu prúðbúin og djarfmannleg að vanda til að fagna útskrift sinni í boði síns verðandi stéttarfélags. Þau undirrituðu Hippókratesareiðinn þegjandi og hljóðalaust og hlýddu síðan á ávörp Birnu Jónsdóttur formanns LÍ, Guðmundar Þorgeirssonar forseta læknadeildar HÍ, Sigurðar Guðmundssonar forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Geirs Gunnlaugssonar landlæknis og Eyjólfs Þorkelssonar formanns FAL.
Að þessu sinni útskrifuðust 59 kandídatar í læknisfræði. Fjórtán þeirra útskrifuðust ekki frá læknadeild Háskóla Íslands heldur frá Ungverjalandi, Danmörku, Bretlandi og Rússlandi.
Læknablaðið óskar kandídötum til hamingju með prófið og alls velfarnaðar í starfi.

Formaður Læknafélags Íslands, Birna Jónsdóttir, messar yfir nýjum læknakandídötum, landlækni,
forsetum læknadeildar og heilbrigðisvísindasviðs í útskriftarmóttöku félagsins á dögunum.
| Anna Lind Kristjánsdóttir | Harpa Kristinsdóttir | Njáll Vikar Smárason |
| Ásgeir Alexandersson | Hjörtur Brynjólfsson | Rut Gunnarsdóttir |
| Ásgeir Snær Vilhjálmsson | Hjörtur Már Reynisson | Sara Skúlína Jónsdóttir |
| Ásgeir Örn Jónsson | Hrafnhildur Einarsdóttir | Sigfús Kristinn Gunnlaugsson |
| Berglind S. Kristjánsdóttir | Hrafnkell Stefánsson | Thelma Margrét Andersen |
| Bergrós Kristín Jóhannesdóttir | Hrönn Ólafsdóttir | Tinna Harper Arnardóttir |
| Birkir Örn Hlynsson | Hugrún Hörn Guðbergsdóttir | Tinna Karen Árnadóttir |
| Bryndís Snorradóttir | Húnbogi Þorsteinsson | Tómas Halldór Pajdak |
| Dagbjört Helgadóttir | Jatinder Singh | Unnur Ragna Pálsdóttir |
| Dagbjört Reginsdóttir | Jóhann Sigurjónsson | Valgerður Árnadóttir |
| Dagur Ingi Jónsson | Jóhanna Hildur Jónsdóttir | Víóletta Ósk Hlöðversdóttir |
| Erna Sigmundsdóttir | Jónína Ingólfsdóttir | Þorbjörg Karlsdóttir |
| Eyrún Harpa Gísladóttir | Katrín Diljá Jónsdóttir | Þorgerður Drífa Frostadóttir |
| Fjölnir Guðmannsson | Katrín Þóra Jóhannesdóttir | Þór Friðriksson |
| Friðrik Þór Tryggvason | Kári Gauti Guðlaugsson | Þóra Elísabet Jónsdóttir |
| Guðmundur Vignir Sigurðsson | Lilja Rut Arnardóttir | Þóra Hrund Bjarnadóttir Lynggaard |
| Guðný Erla Steingrímsdóttir | María Kristinsdóttir | Þuríður Eiríksdóttir |
| Guðrún Ása Björnsdóttir | Martina Vigdís Nardini | Ægir Amin Hasan |
| Guðrún Eiríksdóttir | Már Egilsson | Össur Ingi Emi |
| Halldóra Kristín Magnúsdóttir | Monika Freysteinsdóttir |
