05. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Verðlaun á sameiginlegu vísindaþingi

Þann 1.-2 apríl sl. var 13. sameiginlega vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands og  Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands haldið. Í ár kom Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna að þinginu sem þótti takast afar vel. Þátttakendur voru hátt í 400 talsins. Einn af hápunktum þingsins var keppni um Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar fyrrverandi prófessors. Þar öttu kappi fimm unglæknar og læknanemar en erindi þeirra höfðu fyrirfram verið valin úr hópi tæplega 50 innsendra erinda. Til úrslita kepptu unglæknarnir Katrín Jónsdóttir, Inga Jóna Ingimarsdóttir og Martin Ingi Sigurðsson og læknanemarnir Þóra Soffía Guðmundsdóttir og Marta Rós Berndsen. Martin Ingi bar sigur úr býtum með erindið Árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá öldruðum. Um er að ræða rannsóknarverkefni sem hann hefur unnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala.

Kári Hreinsson


u10-fig1
Mynd af keppendum: Frá vinstri Martin Ingi Sigurðsson sem varð í fyrsta sæti, Inga Jóna Ingimarsdóttir,
Þóra Soffía Guðmundsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Marta Rós Berndsen. Mynd: Ásdís Egilsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica