05. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

FÍFLa-fréttir – Miðfellstindur í maí og ný heimasíða

FÍFL eru nú óðum að vakna til lífsins eftir langan vetur. Starfsárið hófst í janúar með málþingi á Læknadögum. Þar hélt Peter Habeler fyrirlestur í boði FÍFL um fyrstu gönguna á Everest án viðbótarsúrefnis. Kvöldið áður hafði FÍFL ásamt 66Norður staðið fyrir háfjallakvöldi fyrir almenning í Háskólabíói og mættu hátt í 900 manns.

Nýlega var opnuð sérstök heimasíða FÍFL, www.fifl.is. Þar eru upplýsingar um fyrirhugaðar ferðir og safn mynda úr fyrri ferðum, um háfjallaveiki og annan fróðleik sem tengist útiveru.

Helsta verkefni ársins er ganga á Miðfellstind í Vatnajökli, nánar tiltekið 13.-15. maí en helgin á eftir notuð til vara ef veður bregst fyrri helgina. Nánari upplýsingar um gönguna má finna á www.fifl.is en hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda tölvupóst á tomasgud@landspitali.is eða engilb@landspitali.is.

FÍFL er einnig með styttri ferðir í bígerð á Eyjafjallajökul, Ljósufjöll og Hlöðufell. Haustferð er fyrirhuguð samkvæmt venju í byrjun september og er stefnan sett á Norð-Austurland og þá helst Dyrfjöll og jafnvel Snæfell.

u03-fig1

Gengið á Miðfellstind í Vatnajökli. Öræfajökull með Hrútfellstinda og Hvannadalshnjúk í baksýn.
Mynd: Guðmundur Freyr Jónsson.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica