05. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Margfaldur launamunur

Margfaldur-launamunur

Læknafélag Íslands stóð fyrir kjaramálaráðstefnu föstudaginn 7. apríl. Aðalframsögumaður var Gylfi Zoëga hagfræðingur og rakti hann aðdraganda efnahagshrunsins og helstu afleiðingar þess. Hann taldi svigrúm stjórnvalda til launahækkana almennt mjög lítið og kvaðst ekki sjá neina möguleika á hækkunum til lækna sérstaklega nema til kæmi aukin kostnaðarþátttaka sjúklinga. Sveinn Kjartansson og Stefán Matthíasson höfðu framsögu fyrir hönd lækna og kom fram í máli þeirra að framundan væri erfið barátta ef sækja ætti launahækkanir til hins opinbera. Sagði Sveinn að laun sérfræðilækna á Íslandi væru svo langt á eftir launum í nágrannalöndunum og að 100-300% hækkun þyrfti að koma til ef íslenskir sérfræðingar starfandi erlendis ættu að láta sér detta í hug að flytjast heim. Hann sagðist ekki draga dul á þá skoðun sína að áherslu þyrfti að leggja á hækkun lægstu launa sérfræðilækna en munur á launum þeirra og almennra lækna væri of lítill að sínu mati.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica