04. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Fundur Læknafélags Reykjavíkur í Borgarnesi

Dagana 18.-19. mars var haldinn vinnufundur á vegum stjórnar og samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur í Borgarnesi. Tilgangur fundarins var að ræða ástandið í heilbrigðisþjónustunni og stöðu sjálfstætt starfandi lækna. Flutt voru framsöguerindi um nýjustu hagtölur í heilbrigðisþjónustunni, nýleg lög um heilbrigðisþjónustu og sjúkratryggingar og rætt um samninga sjálfstætt starfandi lækna. Einnig var unnið í hópum við að skoða þær ógnir sem steðja að þjónustunni og þau tækifæri sem fyrirsjáanleg eru. Fundarstjóri var Högni Óskarsson læknir en auk stjórnar og samninganefndar LR voru á fundinum fulltrúar frá heilsugæslulæknum, Læknavaktinni og Félagi sjálfstætt starfandi heimilislækna. Mjög góður andi ríkti á fundinum og ljóst er að læknar standa saman um að varðveita okkar ágæta heilbrigðiskerfi. Á næstunni verða gögn frá fundinum gerð aðgengileg á vefsíðu LÍ.

mynd-bls.3
Mynd og texti: Steinn Jónsson

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica