03. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Starfsánægja lækna á Landspítala í lágmarki

u07-fig1

Læknaráð Landspítala efndi til opins fundar þann 18. febrúar um niðurstöður könnunar á starfsánægju innan spítalans. Þor-björn Jónsson formaður lækna-ráðs hafði fyrstur fram-sögu og benti á að læknar væru sú stétt spítalans sem lýsti minnstri starfsánægju og væri það sannarlega um-hugsunarefni. Hann brá upp mynd af vítahring þar sem óánægja með starfsaðstöðu og kjör leiddi af sér landflótta lækna og hvatti til þess að brugðist yrði við hið fyrsta, áður en í óefni væri komið. Runólfur Pálsson tók undir þetta og benti jafnframt á hversu mikilvægt væri að skýra markmið og stefnu spítalans innan deilda og í heild. Eyjólfur Þorkelsson benti á að kandídatar og almennir læknar væru langóánægðastir allra lækna, þar þyrfti að snúa við blaðinu. Björn Zoëga forstjóri tók síðastur til máls og kvaðst ekki jafn svartsýnn, samanburður við kannanir á sænskum spítölum væri ekki óhagstæður en staðan væri sú að ef auka ætti þjónustu í einni grein yrði að skera niður annars staðar á spítalanum.

 u07-fig2

 Björn Zoëga, Eyjólfur Þorkelsson, Þorbjörn Jónsson og Runólfur Pálsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica