01. tbl. 97. árg. 2011
Umræða og fréttir
Ný stjórn Læknafélags Íslands
Ný stjórn Læknafélags Íslands tók til starfa eftir aðalfund í október. Talsverð endurnýjun varð í stjórninni en fimm nýir tóku þar sæti eftir aðalfundinn. Nýverið var einnig Dögg Pálsdóttir lögfræðingur ráðin til félagsins og tekur hún til starfa 1. janúar.
Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Þórey Steinarsdóttir fulltrúi FAL, Anna K. Jóhannsdóttir heimilislæknir ritari, Birna Jónsdóttir röntgenlæknir formaður, Valgerður Á. Rúnarsdóttir fíknlæknir varaformaður, Árdís Björk Ármannsdóttir almennur læknir.
Í aftari röð frá vinstri eru: Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, Ágúst Örn Sverrisson lyflæknir, Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, Ragnar Gunnarsson heimilislæknir, Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Sigurveigu Pétursdóttur bæklunarlækni sem er gjaldkeri félagsins.