01. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Miklar væntingar til ungra vísindamanna sem fengu styrki úr Vísindasjóði Landspítala

 „Við væntum mikils af þessu fólki,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, við Læknablaðið að lokinni afhendingu styrkja til fimm ungra vísindamanna úr Vísindasjóði Landspítala. Alls voru veittir styrkir að upphæð ríflega 30 milljónir króna. Læknar hafa verið 75% umsækjenda síðustu tólf ár og 78% styrkþega.

Scott Gribbon, Páll Guðjónsson, Oddný Brattberg Gunnarsdóttir, Elías Sæbjörn Eyþórsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. Mynd/gag

Elías Sæbjörn Eyþórsson sérfræðilæknir hlaut styrk til að gera spálíkan á líkindum mallandi mergæxlis hjá einstaklingum með einstofna mótefnishækkun. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, sérnámslæknir, var styrkt til að rannsaka frumkomið aldósterónheilkenni á Íslandi, Oddný Brattberg Gunnarsdóttir fékk styrk til rannsóknar á arfberum MYBPC3-landnemastökkbreytinga. Páll Guðjónsson sérfræðilæknir, rannsakar ábendingar og aukaverkanir amiodarone á Íslandi og fótaaðgerðafræðingurinn Scott Gribbon hlaut styrk til að rannsaka umfang verkja í útlimum hjá íslenskum skólabörnum og afleiðingar þeirra.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica