12. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Heilbrigðisþing haldið í sjötta sinn

„Við stjórnum ekki náttúrunni en við stýrum aðgerðum okkar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þegar hann benti á að aðgerðir í Grindavík, nú þegar jörðin skelfur og líkur eru á eldgosi, væru byggðar á gögnum ólíkt því sem var í Vestmannaeyjum fyrir 50 árum.

Hundurinn Alex var í vinnunni rétt eins og aðrir sem hlýddu á fyrirlestur stjórnarformanns Landspítala og forstjóra Karólínska, Björns Zoëga, sem talaði frá Svíþjóð. Fundarstjóri var Kristján Kristjánsson. Mynd/gag

Þétttsetið var í Norðurljósasal Hörpu þegar Heilbrigðisþing 2023 fór fram þann 14. nóvember. Þetta var sjötta þingið og hafði norræna skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Útgangspunkturinn var Gögn og gervigreind: framtíð sjálfbærrar heilbrigðisþjónustu.

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica