09. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Vegna bréfs Sólveigar Magnúsdóttur

Ég þakka bréf og áhuga Sólveigar Magnúsdóttur á forhæfingu sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir. Í okkar fyrirkomulagi er lögð megináhersla á að bæta áhættuþætti sem gætu haft áhrif á tíðni alvarlegra fylgikvilla eins og liðsýkinga og sárasýkinga. Það útilokar ekki greiningu og meðferð annarra einkenna og sjúkdóma, meðal annars kæfisvefns, meðan á undirbúningstímanum stendur – heldur teljum að fyrirkomulagið hvetji beinlínis til þess með nýmyndun tengsla sjúklings við heilbrigðiskerfið.

Bréfið endurspeglar þá almennu vitundarvakningu sem hefur orðið á seinustu árum, að undirbúa skuli sjúklinga sem best tímanlega fyrir aðgerð og er gott innlegg í umræðuna um hvernig hagsmunum sjúklinga skuli best borgið.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica