05. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Vísindaþing

                                  

                                   

Á sameiginlegu vísindaþingi skurð- og svæfingalækna í mars síðastliðnum voru mættir galvaskir læknanemar á fjórða ári sem hvöttu til dáða skólafélaga sína sem fluttu þar erindi. Það virðist hafa hjálpað því allir þeir þrír sem unnu til verðlauna fyrir bestu vísindaerindin voru fjórða árs læknanemar og skákuðu þar með unglæknum í sérnámi. Þetta voru Oddný Rún Karlsdóttir sem fékk verðlaun fyrir besta veggspjaldið, sem fjallaði um framköllun fæðinga og keisaraskurði, Lilja Dögg Gísladóttir sem greindi frá skurðaðgerðum við brjóstakrabbameini og Berglind Gunnarsdóttir sem fjallaði um greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica