04. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Athugasemd við leiðara í marsblaðinu

Í ritstjórnargrein Tryggva Helgasonar í nýútkomnu Læknablaði gætir misskilnings þess efnis að starfshópur sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í desember 2017 hafi jafnframt unnið að greinargerð sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda um Staðartíma á Íslandi - stöðumat og tillögur (mál nr. S-4/2019).

Rétt er að:

Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra 31. janúar 2018 um Ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar og þar með var verkefni hans lokið.

Greinargerðin sem birtist í samráðsgátt stjórnvalda var hins vegar unnin í forsætisráðuneytinu meðal annars með hliðsjón af framangreindu minnisblaði starfshóps heilbrigðisráðherra.

Björg Þorleifsdóttir

lektor í lífeðlisfræði

læknadeild / heilbrigðisvísindasviði

Háskóla Íslands



Þetta vefsvæði byggir á Eplica