07/08. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
„Heiðarleiki, teymisvinna, góðvilji .... og húmor“
Læknafélag Íslands bauð læknakandídötum frá læknadeild HÍ 2018 til hefðbundinnar móttöku í Hlíðasmára þann 13. júní.
17 íslenskir kandidatar voru brautskráðir frá háskólanum í Debrecen
í Ungverjalandi 15. júní síðastliðinn. Hér er hluti þeirra ásamt
alþjóðlegum hópi skólafélaga.
Mynd: Sævar Guðbjörnsson
Reynir Arngrímsson formaður LÍ bauð læknahópinn velkominn í félagið og las upp Genfar-yfirlýsingu Alþjóðalæknafélagsins. Meðal þeirra sem ávörpuðu hina nýju lækna voru þau Alma Möller landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Jóhann Heiðar Jóhannsson fyrir hönd orðanefndar LÍ, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og Svanur Sigurbjörnsson formaður siðfræðiráðs LÍ.
Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar.
Alma Möller landlæknir.
Svanur Sigurbjörnsson formaður siðfræðiráðs.
Öll höfðu þau hollráð að veita læknunum og hvöttu þá til að varðveita eldmóðinn í hjörtum sínum, og deila tíma sínum á milli starfs, fjölskyldu og áhugamála. Páll Matthíasson líkti læknisstarfinu við langhlaup og mikilvægt væri að gæta að hraðanum í upphafi svo úthaldið brysti ekki.
Svanur Sigurbjörnsson vitnaði í tölu sinni í breska rannsókn þar sem læknanemar, kandídatar og reyndir læknar voru spurðir hvaða mannkosti þeir teldu mikilvægasta í fari læknisins:
„1. Heiðarleiki, 2. Teymisvinna, 3. Góðvilji, 4. Dómgreind, 5. Leiðtogahæfni og 6. Sanngirni – í þessari röð. Af þessum kostum töldu þau sig helst skorta upp á teymisvinnu, leiðtogahæfni og dómgreind. Það er jafnan auðvelt að ætla vel en erfiðara að útfæra það, sérstaklega í samstarfi við aðra og vinna þannig að góð málefni, verk og virðing skili sér. Fleiri mannkostir voru nefndir í rannsókninni. Það vakti athygli að reyndir læknar nefndu húmor oftar en hinir yngri sem mikilvæga dyggð læknis.“ Svanur hélt áfram: „Húmor skiptir máli því að gleði léttir lífið á erfiðum stundum. Það er einn af styrkleikum mannsins að geta brosað framan í heiminn – hvert sem svo happdrætti lífsins leiðir mann. Fallegustu tilfinningarnar spretta fram þegar góður vilji okkar sigrast á mótlætinu og við deilum saman sátt, seyru og sigrum. Brosum því á þessari stundu sigurs – þið hafið unnið fyrir því.“
Á myndinni eru 50 kandídatar tilbúnir í slaginn, - hér með taka þeir við
hinu íslenska heilbrigðiskefli og koma því svo áfram til næstu kynslóðar.
Læknakandídatar voru 70 talsins í þetta sinn, þar af 45 konur. - Háskóli Íslands útskrifaði 47 læknakandídata, þrír útskrifuðust frá Slóveníu og aðrir þrír frá Danmörku, - og frá háskólanum í Debrecen í Ungverjalandi voru brautskráðir 17 íslenskir kandídatar sem er stærsti hópurinn hingað til. Við skólann er fjöldi Íslendinga í læknanámi og sá þráður ekki slitinn.
Venju samkvæmt undirrituðu kandídatar læknaeiðinn hvert á eftir öðru í bókina þar sem allir íslenskir læknar hafa staðfest eiðinn.
Læknablaðið óskar nýútskrifuðum kandídötum til hamingju með áfangann!
Alexander Gabríel Guðfinnsson
Alexander Illarionov
Alexander Þorvaldsson
Alma Rut Óskarsdóttir
Andrea Sól Kristjánsdóttir
Aneta Zielinska
Anna María Hákonardóttir
Anný Rós Guðmundsdóttir
Arna Björt Bragadóttir
Ágústa Ebba Hjartardóttir
Ása Unnur B. Þorvaldsdóttir
Áslaug Katrín Hálfdánardóttir
Ásta Ísfold Jónasardóttir
Berglind Árnadóttir
Berglind Anna Magnúsdóttir
Bríet Einarsdóttir
Daníel Alexandersson
Davíð Þór Jónsson
Egill Steinar Ágústsson
Einar Axel Helgason
Einar Logi Snorrason
Elín Óla Klemenzdóttir
Ellen Dagmar Björnsdóttir
Erna Markúsdóttir
Eva Fanney Ólafsdóttir
Freyja Sif Þórsdóttir
Guðrún Birna Jakobsdóttir
Hallbera Guðmundsdóttir
Hallfríður Kristinsdóttir
Hannes Halldórsson
Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson
Haukur Einarsson
Helga María Alfreðsdóttir
Helga Björk Brynjarsdóttir
Helga Hansdóttir
Herdís Steinunn Finnsdóttir
Hjalti Ásgeirsson
Hjálmar Gunnlaugur Ingólfsson
Hrafn Þórðarson
Hulda María Jensdóttir
Inga Stefanía Geirsdóttir
Inga María Sigurðardóttir
Ívar Sævarsson
Jóhanna Andrésdóttir
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
Karólína Anna Snarska
Kristján Torfi Örnólfsson
Leifur Þráinsson
Margrét Helga Ívarsdóttir
Margrét Kristjánsdóttir
María Björk Baldursdóttir
Marta Sigrún Jóhannsdóttir
Marta Ólafsdóttir
Olga Sigurðardóttir
Páll Helgason
Ragnheiður Vernharðsdóttir
Reynir Hans Reynisson
Signý Lea Gunnlaugsdóttir
Sindri Baldursson
Sindri Ellertsson Csillag
Sunna Borg Dalberg
Sæmundur Rögnvaldsson
Sæþór Pétur Kjartansson
Tómas Magnason
Valgerður Bjarnadóttir
Viðar Róbertsson
Vilhjálmur Pálmason
Ylfa Rún Sigurðardóttir
Þórdís Magnadóttir
Þórður Páll Pálsson