06. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
Ungir vísindamenn Landspítala 2018
Á uppskeruhátíð Landspítala voru veittir Vísindasjóðsstyrkir uppá 73 milljónir króna til 90 verkefna. Þá fengu fjórir ungir vísindamenn styrk: Ása Bryndís Guðmundsdóttir lyfjafræðinemi, Bára Dís Benediktsdóttir læknir, Elva Rut Sigurðardóttir læknanemi og Ólafur Pálsson læknir.
Ása Bryndís Guðmundsdóttir, Bára Dís Benediktsdóttir, Elva Rut
Sigurðardóttir og Ólafur Pálsson. Myndina tók
ljósmyndari spítalans, Þorkell Þorkelsson.
Ása Bryndís Guðmundsdóttir er í doktorsnámi í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og ber doktorsverkefni hennar heitið „Utanfrumufjölsykrur blágrænþörunga úr Bláa Lóninu draga úr tjáningu angafrumna á SYK og CLEC7a“.
Bára Dís Benediktsdóttir rannsakar erfðabreytileika sem veldur skyndidauða og er rannsóknin unnin í samstarfi Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar.
Elva Rut Sigurðardóttir rannsakar nýgengi fósturköfnunar á Íslandi og hvernig það hefur breyst á undanförnum árum.
Ólafur Pálsson hefur rannsakað alla sjúklinga á Íslandi með sóragigt sem eru að hefja meðferð með líftæknilyfjum.