02. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
Frá Orlofssjóði: páska- og sumarúthlutun 2018
Síðasti dagur til að sækja um páskaúthlutun er
28. febrúar og síðasti dagur til að sækja uum sumarúthlutun er 5. apríl. Á heimasíðunni lis.is, á innri síðum, undir Orlofssjóði er að finna bókunarvef Orlofssjóð og þar er hægt að gera umsóknir um dvöl í orlofshúsum Læknafélags Íslands.
Á bókunarvef orlofssjóðs eru bæði hús til leigu og líka kort sem veita aðgang að golfi, veiðum, hótelgistingu og tjaldstæðum víða um land. Kortin eru á stéttarfélagsverði sem er afar gott, og þau skerða ekki punktastöðu félaga í LÍ að neinu leyti. Frekari upplýsingar um þetta eru inni á Frímanni, vefnum þar sem húsin eru bókuð.