01. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Andlátsfregn

Magnús Snædal Rósbergsson, málfræðingurinn sem stýrði íðorðasafni lækna um 12 ára skeið, lést ekki alls fyrir löngu. Eins og fram kom í viðtali Læknablaðsins við Magnús árið 2014 um útgáfu ICD-10 var hann aðalstjóri þess verks. ICD-10 útgáfan er langviðamesta orðasafn yfir sjúkdóma og heilbrigðisvandamál sem gefið hefur verið út á íslensku til þessa. Verkið sem kom út 1995 og 1996 unnu auk ritstjórans Magnúsar, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Örn Bjarnason. Útgáfan var þrekvirki á sínum tíma og gerð samkvæmt samningi milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins og Orðabókarsjóðs læknafélaganna.

Fróðskaparsetrið í Færeyjum og Turið Sigurðardóttir minntust Magnúsar með þessum orðum:

Frá 1984 og í eini tólv ár var Magnús ritstjóri fyri yrkorðasavninum hjá læknafelagi Íslands. Har framdi hann munadygt og væl hepnað starv við at fáa til vega íslendsk orð og heiti á tí ovurstóra yrkismálsliga økinum, sum læknavísindini umboða. Kunnað varð javnan um úrslitini, orðagerð, nýggjyrði og týðingar, í íslendska Læknablaðnum. Hann skrivaði grein um hetta arbeiðið í Nordisk tidsskrift for fagsprog og terminologi nr. 2 1986.

 Viðtalið við Magnús: http://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/01/nr/5046Þetta vefsvæði byggir á Eplica