11. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Dægurklukkan og Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2017

Eiríkur Steingrímsson

Niðurstöður rannsóknanna eru 30 ára og Nóbelsnefndin er að senda skilaboð um að grunnrannsóknir séu ennþá mikilvægar.

Aukning á kynsjúkdómum á Íslandi Hvað er til ráða?

Þórólfur Guðnason

Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að vera á varðbergi gagnvart þessum sjúkdómum.

Fræðigreinar

Skurðmeðferð lifrarfrumukrabbameins á Landspítala 1993-2012


Anna Kristín Höskuldsdóttir, Sigurður Blöndal, Jón Gunnlaugur Jónasson, Kristín Huld Haraldsdóttir

Lifrarfrumukrabbamein er meðal algengustu krabbameina í heimi. Nýgengi á Íslandi er með því lægsta sem þekkist og er helsta ástæða þess talin lág tíðni á skorpulifur. Læknandi meðferð felur í sér skurðaðgerð með lifrarígræðslu eða hlutabrottnámi á lifur, en einungis um 30% sjúklinga eru skurðtækir við greiningu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu margir sjúklingar gangast undir lifrarbrottnám vegna lifrarfrumukrabbameins á Landspítala og kanna árangur skurðaðgerða.Þetta vefsvæði byggir á Eplica