Mynd mánaðarins

… og eitt herbergi fyrir „min electriske machine og andre instrumenter …”

 

 

skrifaði Bjarni Pálsson landlæknir árið 1771 í bréfi til yfirvalda þar sem hann lýsir afnotum sínum af Nesstofu í þeim tilgangi að hindra að húsinu yrði skipt á milli embætta landlæknis og lyfsala. Bjarna er greinilega annt um rafmagnsvélina sem hann hugðist nota til að rannsaka klínískt „electricitetens virkninger“ á epilepsie (flogaveiki) og apoplexie (lömun). Þótt engum sögum fari af afdrifum rannsóknarinnar efast enginn um áhuga og hæfni Bjarna sem vísindamanns. Hitt er víst að ytri aðstæður voru mótdrægar. Þrátt fyrir mótmælin hafði lyfsalinn fengið hálft húsið og hvar rafmagnsvélin endaði við þær tilfæringar vitum við ekki. Auk þess var Bjarni í annasömu starfi og á þeim tíma fáir í landinu þess umkomnir að skilja eða styðja vísindarannsóknir. Eins og oft vill verða var viljinn eitt, reyndin annað.

Hins vegar er löng hefð fyrir því á Íslandi að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök styðji við heilbrigðisstofnanir með kaupum á nauðsynlegum lækningatækjum. Þó var hún óvenjulega höfðingleg gjöfin sem barst þjóðinni frá varnarliðinu í Keflavík árið 1963 fyrir tilstilli Lt. Commander W. R. Johns yfirlæknis. Þetta voru ný og nýleg lækningatæki af sjúkrahúsi varnarliðsins sem átti að endurnýja í samræmi við reglur hersins. Sigurður Sigurðsson landlæknir og nafni hans Samúelsson prófessor sögðu blaðamönnum að flest tækin ættu að geta komið að góðum notum, ef ekki á stóru sjúkrahúsunum þá á sjúkrahúsum úti á landi. Einhver vandkvæði væru þó tengd notkun rafmagnstækjanna enda bæði spenna og straumur á rafmagninu á Keflavíkurflugvelli önnur en annars staðar á landinu.

Tækin fylltu fjóra vörubíla og Sveinn Þormóðsson tók myndina í anddyri Landspítala þegar sjóliðar voru að losa einn bílanna. Yfir framkvæmdinni vakir sjóliðsforinginn og merkir við númer hvers kassa sem íslenskir verkamenn báru inn í nýja spítalann.

Myndin er birt með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

 

      Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

 


07/08. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Lög um brottnám líffæra við andlát

Kristinn Sigvaldason

Líffæragjöf er dýrmætasta gjöf sem við getum gefið öðrum og dæmi eru um að einn látinn einstaklingur hafi bjargað lífi eða bætt verulega lífsgæði sex annarra.

Tólf gjörgæslurúm á Landspítala – dugar það til?

Sigurbergur Kárason

Álagið á gjörgæsludeildum Landspítala eykst með ári hverju. Starfsfólkinu reynist sífellt örðugara að veita sjúklingum tilætlaða þjónustu og úrræðin eru fá.

Fræðigreinar

Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi


Helga Rún Garðarsdóttir, Linda Ósk Árnadóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Hera Jóhannesdóttir, Sólveig Helgadóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson

Kransæðasjúkdómur er ein helsta dánarorsök Íslendinga, bæði kvenna og karla. Fyrir tíðahvörf er tíðni kransæðasjúkdóms lægri meðal kvenna og þær eru að jafnaði allt að áratug eldri en karlar þegar þær greinast með sjúkdóminn.

Burðarmálsdauði á Íslandi 1988-2017


Ragnhildur Hauksdóttir, Þórður Þórkelsson, Gestur I. Pálsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir

Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli.Þetta vefsvæði byggir á Eplica