Mynd mánaðarins

Maður með mönnum

Í voninni býr sú sannfæring mannsins að draumar geti ræst og að hindranir séu yfirstíganlegar. Saga læknisfræðinnar geymir ófá dæmi um einstaklinga sem eru drifnir áfram af innri sannfæringu og ögra hinu viðtekna og hafa breytt hinu ómögulega í hið mögulega.


09. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Nýliðun lækna

Reynir Arngrímsson

Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnununum nema einni.

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Svanur Sigurbjörnsson

Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Þó að Ísland sé sumpart afskekkt og samfélag fræðimanna lítið höfum við okkar rödd og staðsetningu sem virkar miðlandi fyrir óhlutdrægni og er mitt á milli heimsálfa.

Fræðigreinar

Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013


Hörður Már Kolbeinsson, Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir, Pétur H. Hannesson, Elsa Björk Valsdóttir, Páll Helgi Möller

Garnaflækja á bugaristli (sigmoid volvulus) er þegar bugaristill snýst um öxul sinn í garnahengjunni með tilheyrandi fráflæðishindrun úr ristli, blóðþurrð og rofi á ristli. Tíðnin er lág á Vesturlöndum, einungis 3-5% af öllum garnastíflum.

 

Tvö sjúkratilfelli: Ormur í auga og endurteknar bólgur á útlimum


Davíð Þór Bragason, María Soffía Gottfreðsdóttir, Birgir Jóhannsson, Magnús Gottfreðsson

Með vaxandi fjölda innflytjenda og innlendra og erlendra ferðamanna frá fjarlægum slóðum er viðbúið að framandi sýkingar taki að reka á fjörur íslenskra lækna. Loa loa er þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríku.Þetta vefsvæði byggir á Eplica