Mynd mánaðarins

Skagaströnd, janúar 1918

Árið 1918 hófst með fádæma kuldakafla um land allt. Yfir 20 stiga frost í Reykjavík dag eftir dag og 30 stig fyrir norðan þar sem hafís lagðist að landi. Alla innfirði lagði og víða var gengt á ís þar sem sjaldan eða aldrei hafði frosið. Frostið sprengdi vatnsleiðslur og fréttir bárust af hrossum sem frusu í hel standandi í haga. Bátar lágu fastir við bryggju. Á sama tíma var vöruskortur sökum styrjaldarinnar og nauðþurftir seldar afarverði. Hún vakti því að vonum gleði í Blönduóslæknishéraði, einu 47 læknishéraða landsins, fréttin af innlyksa stórhvelum við Skagaströnd. Hvalirnir voru fastir við vök skammt innan kaupstaðarins en utan þeirrar fiskhelgi sem tilheyrði landeiganda samkvæmt rekabálki Jónsbókar.


01. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Landinu og læknum til gagns og blessunar í 100 ár. Reynir Arngrímsson

Reynir Arngrímsson

Læknafélag Íslands var stofnað 14. janúar 1918 og heldur upp á 100 ára afmæli sitt í mánuðinum. Stofnfélgar voru 34. Um árangur íslenskra lækna og frumkvæði þeirra við skipulagningu heilbrigðisþjónustunar á þeim 100 árum sem liðin eru þarf vart að fjölyrða.

Eru konur betri læknar en karlar?

Elsa B. Valsdóttir

Í safngreiningu var niðurstaðan sú að kvenkyns læknar notuðu fleiri samskiptaleiðir sem ýttu undir sjúklingamiðaða meðferð en karlkyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúklingum sínum. Konur eru einnig líklegri til að fylgja klínískum leiðbeiningum og sinna forvörnum.

Fræðigreinar

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar


Aðalheiður Rán Þrastardóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Jóhanna Torfadóttir

Rannsóknin sýndi að nær allir leikskólar Reykjavíkur voru með börn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol og um helmingur þeirra voru með bráðaofnæmi. Algengi fæðuofnæmis var 5%, byggt á læknisvottorðum.

Yfirlitsgrein. Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag


Albert Páll Sigurðsson

Segabrottnám við brátt blóðþurrðarslag er eitt mesta framfaraskref í æðalækningum um áraraðir. Meðferðin er flókin, nána samvinnu þarf milli mismunandi sérgreina.Þetta vefsvæði byggir á Eplica