05. tbl. 101. árg. 2015

Ritstjórnargreinar

Nýting erfðafræði í heilbrigðisþjónustu

Magnús Karl Magnússon

Við stöndum á ákveðnum tímamótum. Stórstígar tækniframfarir hafa nú loksins leitt til þess að einstaklingsmiðuð meðferð byggð á erfðaupplýsingum getur orðið að veruleika.

Mikilvægar framfarir í meðferð blóðþurrðarslags

Björn Logi Þórarinsson

Sá sem veikist getur hlotið fötlun sem skerðir lífsgæði og leiðir til ósjálfstæðis og samfélagslegur kostnaður verður mikill vegna endurhæfingar, fjarveru frá vinnumarkaði og umönnunar. Þörfin fyrir framfarir í bráðameðferð er mikil.

Fræðigreinar

Hreyfing og líkamlegt ástand íslenskra grunnskólabarna með þroskahömlun


Ingi Þór Einarsson, Erlingur Jóhannsson, Daniel Daly, Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Líkamlegt ástand barna með þroskahömlun er alls ekki gott og koma þau oftast verr út en jafnaldrar þeirra án þroskahömlunar. Það þarf að kanna vel hvaða ástæður liggja að baki þessari slæmu útkomu hjá þessum hópi og hvað er hægt að gera til að bæta ástandið.

Átröskunarmeðferð á Íslandi - sjúkdómsmynd, meðferðarheldni og forspárþættir brottfalls


Guðrún Mist Gunnarsdóttir, Sigurður Páll Pálsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir

Heildarbrottfall úr meðferð var svipað og í öðrum rannsóknum en eftirfylgdartími var lengri og sjúklingar með lystarstol héldust betur í meðferð en aðrir sjúklingar með átröskun, öfugt við það sem hefur sést í öðrum vestrænum löndum. Hærra menntunarstig, eigið frumkvæði að meðferð og hærra kvíðaskor á spurningalistum voru verndandi þættir.

Umræða og fréttir