04. tbl. 101. árg. 2015

Ritstjórnargreinar

Vísindin mikilvæg í samkeppni um hæft starfsfólk til heilbrigðiskerfisins

Birgir Jakobsson

Ef rými er nú að skapast í íslensku efnahagslífi er mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að fjármagn sem varið er til vísindastarfa bætir heilbrigðiskerfið og skilar sér að lokum margfalt aftur til þjóðarbúsins.

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu: Hver er framtíðin?

Ingunn Hansdóttir

Þróun framtíðar heilbrigðisþjónustu hvílir á því að við notum tæknina í okkar þágu og leysum vandamál sem tengjast aðgengi. Það er ekki gott til þess að vita að við höfum gagnreyndar meðferðir sem ekki nýtast fólki. Við það er ekki hægt að una.

Fræðigreinar

Hreyfing þriggja starfsstétta og tengsl hennar við áhættuþætti efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma


Börkur Már Hersteinsson, Kristján Þór Magnússon, Ásgeir Böðvarsson, Ársæll Arnarsson, Erlingur Jóhannsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Gögn frá Hagstofu Íslands sýna að á undanförnum áratugum hefur þeim sem vinna erfiðisvinnu fækkað en þeim sem vinna kyrrsetuvinnu fjölgað. Þetta er hugsanlega einn þeirra þátta sem hefur leitt til verra úthalds Vesturlandabúa og aukið dánarlíkur vegna offitu, kransæðasjúkdóma, sykursýki II og fleiri sjúkdóma.

Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi sem veitt er á netinu


Guðlaug Friðgeirsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Steindór Ellertsson, Erla Björnsdóttir

Alls hófu 175 þátttakendur 6 vikna meðferð en þar af voru 50 (29%) sem ekki luku meðferð svo eftir var úrtak 125 þátttakenda. Meðalaldur var 46 ár (18-79 ára). Meðferðin er byggð á gagnreyndri hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Þátttakendur skráðu svefn sinn og var árangur metinn út frá svefnnýtingu, tíma sem tekur að sofna og vökutíma eftir að hafa sofnað, að lokinni 6 vikna meðferð og 6 vikna eftirfylgd.