12. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska

Ritstjórn

Við þurfum að draga lærdóm af niðurstöðum plastbarkaskýrslunnar og styrkja jafnframt þá umgjörð, samtal og aðstöðu sem læknum og sjúklingum er búin til vísindarannsókna hér á landi.

Vaxtarverkir stafrænnar tæknibyltingar

Björn Hjálmarsson

Við þurfum að læra að umgangast hina stafrænu byltingu af hófstillingu og skynsemi. Yfirdrifinn rafrænn skjátími er nýtt lýðheilsuvandamál.

Fræðigreinar

Árangur brottnáms á endaþarmi vegna krabbameins eða forstiga þess á Landspítala 2008-2012


Hörður Már Kolbeinsson, Elsa Björk Valsdóttir, Páll Helgi Möller

Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra krabbameina á Íslandi í dag með nýgengi um 6-8 á hverja 100.000 íbúa. Skurðaðgerð er hornsteinn í meðferð þessara meina og byggir árangur læknandi meðferðar einna helst á hvort vel tekst til að fjarlægja meinið með viðunandi skurðbrúnum. Aðgerðir á endaþarmi vegna krabbameina eru tæknilega erfiðar en þar spilar inn í djúp lega endaþarms í grindarholi, lítill hreyfanleiki og nálægð aðliggjandi líffæra.Þetta vefsvæði byggir á Eplica