Mynd mánaðarins

Læknavörður að störfum 1930

Handritin eru fjársjóður okkar Íslendinga og fjöregg og geyma texta af ólíkum toga með fjölbreyttu og misáreiðanlegu innihaldi. Í hundruð ára hafa lærðir menn og leikir, innlendir sem erlendir, lesið handritin frá ýmsum sjónarhornum og á þann hátt tekist að kalla fram fjölbreytta mynd af mannlífi miðalda.


11. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Fjölmiðlar og heilbrigðiskerfið

Magnús Haraldsson

Æskilegt væri að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins settust niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins og ræddu hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar.

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2018 – bylting í meðferð krabbameina

Örvar Gunnarsson

Horfur sjúklinga fara almennt batnandi og ég get ekki ímyndað mér neitt fag innan læknisfræðinnar sem er jafn skemmtilegt og með eins hraðri framþróun og krabbameinslækningar.

Fræðigreinar

Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu


Einar Logi Snorrason, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, Thor Aspelund, Vilmundur Guðnason, Karl Andersen

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í heiminum í dag. Árið 2015 dóu yfir 7,4 milljónir manna af völdum blóðþurrðarhjartasjúkdóma, eða um 13% allra dauðsfalla. Í Evrópu eru blóðþurrðarhjartasjúkdómar orsakavaldur 21% dauðsfalla meðal kvenna og 20% dauðsfalla meðal karla. Á Íslandi hefur nýgengi þessara sjúkdóma lækkað verulega á síðustu árum, eða um 66,5%, og samhliða því hefur dánartíðni af völdum þeirra lækkað um 86% á tímabilinu 1981-2015.

 

Risafituæxli á kvið - sjúkratilfelli


Bryndís Ester Ólafsdóttir, Halla Fróðadóttir, Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir, Elsa Björk Valsdóttir

Fituæxli eru algeng góðkynja mjúkvefjaæxli, oftast lítil, hægvaxandi og einkennalaus. Hér er lýst tilfelli 52 ára konu í mikilli yfirþyngd sem leitaði læknis vegna stækkandi æxlis ofan við lífbein sem var á stærð við fótbolta. Æxlið hafði farið vaxandi síðustu 8 mánuði. Uppvinnsla gaf vísbendingu að um fituæxli væri að ræða.Þetta vefsvæði byggir á Eplica