10. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Sjúkleg streita. Ný og mikilvæg sjúkdómsgreining

Ólafur Þór Ævarsson

Nýjar rannsóknir á heilanum og áhrifum streitu á hann mun breyta sýn okkar á samspil sálar og líkama og auka þekkingu til að lækna streitutengda lífsstílssjúkdóma og efla aðgerðir til heilsueflingar og forvarna.

Landspítali og heilbrigðiskerfið – glöggt er gests augað

María Heimisdóttir

Skýrsluhöfundar McKinsey leggja fram sjö tillögur að aðgerðum, svo sem að styrkja mönnun sérfræðilækna á Landspítala og nýta upplýsingatækni í meira mæli. Mikilvægasta tillagan er að stjórnvöld fjárfesti í nauðsynlegri þróun heilbrigðiskerfisins. Nú þarf að tryggja raunhæf framlög á næstu fjárlögum.

Fræðigreinar

Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi 2001-2015


Rósamunda Þórarinsdóttir, Vilhjálmur Pálmason, Björn Geir Leifsson, Hjörtur Gíslason

Magahjáveituaðgerð hjálpar meirihluta sjúklinga að ná tilsettu þyngdartapi. Samhliða því fékk meirihluti sjúklinga bót af fylgisjúkdómum offitu. Snemmkomnir fylgikvillar voru fátíðir en um fjórðungur sjúklinga fengu síðkomna fylgikvilla sem stundum kröfðust nýrrar aðgerðar. Sjúklingar sem fara í magahjáveituaðgerð þurfa á ævilöngu eftirliti á næringarástandi að halda.

Áhrif eldgosa á heilsu manna á Íslandi. Yfirlitsgrein


Gunnar Guðmundsson, Guðrún Larsen

Eldgos eru tíð og hafa valdið heilsutjóni allt frálandnámi. Eldfjallagös geta verið mjög eitruð fyrir menn ef þau eru af háum styrk en hafa í lægri styrk ertandi áhrif á slímhúðir í augum og efri öndunarvegum. Þau eru einnig ertandi fyrir húð. Öskufall er einnig ertandi fyrir slímhúðir augna og efri öndunarvegs. Mjög litlar öskuagnir geta borist í lungnablöðrur. Tekin eru dæmi um fjögur mismunandi eldgos sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar Íslendinga. Gosið í Lakagígum 1783-84 er það eldgos sem valdið hefur mestu manntjóni og haft mest áhrif á heilsufar Íslendinga. Rannsóknir á heilsufarsáhrifum Eyjafjallajökulsgosins 2010 sýndu bæði aukin andleg og líkamleg einkenni einkum hjá fólki með öndunarfærasjúkdóma.

Umræða og fréttir