04. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Nauðsyn grundvallarbreytinga á íslensku heilbrigðiskerfi

Birgir Jakobsson

Ef sú heilbrigðisstefna sem nú er boðuð kemst í framkvæmd mun hún auka möguleikana á því að fjármagn sem varið er til heilbrigðismála fari í rétt forgangsverkefni.

Getum við snúið við vaxandi tíðni fæðuofnæmis?

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir

Fæðuofnæmi hefur farið vaxandi í hinum vestræna heimi og er almennt talið að 4-5% af börnum fái fæðuofnæmi. Samkvæmt EuroPrevall-rannsókninni 2005-2010 fá tæplega 3% íslenskra barna til 2,5 árs aldurs sannanlegt fæðuofnæmi sem er um prósentu hærra en áratug áður.

Fræðigreinar

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2013: Nýgengi, aðdragandi greiningar og undanfari


Gunnar Björn Ólafsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Brynjar Viðarsson, Anna Margrét Halldórsdóttir

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði er hæggengur sjúkdómur og þróast oft á löngum tíma. Því greinast margir sjúklingar fyrir tilviljun áður en sjúkdómurinn fer að valda einkennum. Aukinn fjöldi eitilfrumna í hefðbundnum blóðhag með deilifrumutalningu er gjarnan fyrsta vísbending sem síðar er staðfest með frekari rannsóknum. Þó fram hafi komið ýmsar leiðir til lyfjameðferðar við sjúkdómnum er hann engu að síður ólæknandi og meðferð miðar að því að halda honum í skefjum. Lifun sjúklinga er breytileg en getur verið allt frá mánuðum upp í áratugi.

Gagnreynd meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum: Yfirlitsgrein


Guðmundur Skarphéðinsson, Bertrand Lauth, Urður Njarðvík, Tord Ivarsson

Áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum einkennist af þráhyggjukenndum hugsunum og áráttukenndri hegðun eða hugsun. Hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (SSRI) eru áhrifarík meðferðarform fyrir börn og unglinga sem koma fyrsta sinn í meðferð. Í samanburðarrannsóknum hefur HAM vinninginn. Rannsóknir á börnum sem svara fyrstu meðferð illa eru takmarkaðar en benda þó til þess að áframhaldandi HAM og SSRI séu áhrifarík úrræði.