01. tbl. 101. árg. 2015

Ritstjórnargreinar

Sérhæfð læknisþjónusta - ölmusa eða öryggi til framtíðar?

Ólafur Baldursson

Yfirvöld þurfa að sýna í verki hvort ætlunin sé að reka hér örugga sérhæfða læknisjónustu eður ei. Slík þjónusta verður ekki rekin án lækna.

Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar

Hans Jakob Beck

Á Íslandi falla efni sem innihalda nikótín undir lyfjalög frá 1994 og er innflutningur og dreifing rafretta og íhluta þeirra með nikótíni bannaður.

Fræðigreinar

Áhrif búsetu og menntunar á mataræði og líkamsþyngdarstuðul kvenna og karla


Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir

Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við búsetu eru minni en í fyrri rannsóknum. Ofþyngd (líkamsþyngdarstuðull ≥25) meðal íslenskra karla virðist óháð búsetu. Fæði fólks innan höfuðborgarsvæðis er nær ráðleggingum um mataræði en utan höfuðborgarsvæðis.

Sjaldgæft tilfelli af vöðvabandvefsæxli með bólgufrumuíferð í hægri kinnkjálka


Hannes Halldórsson, Ari Jón Arason, Margrét Sigurðardóttir, Paolo Gargiulo, Magnús Karl Magnússon, Þórarinn Guðjónsson, Hannes Petersen

Krabbamein af þekjuvefsuppruna eru algengust krabbameina á höfuð- og hálssvæði og reykingar, áfengisnotkun og vírussýkingar af völdum human papilloma virus (HPV) eru helstu áhættuþættirnir. Meinsemdum á þessu svæði er skipt eftir líffærafræðilegum uppruna - munnhol, kok, barki, munnvatnskirtlar og afholur nefs og nefhol.