Mynd mánaðarins

Þær

Þær láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru ekki síður fimar í sigi úr þyrlunni en karllæknarnir, skrifaði Elín Albertsdóttir blaðamaður DV árið 1991. Þar er verið að lýsa framgöngu Ölmu D. Möller og Helgu Magnúsdóttur lækna í þyrlusveit Landhelgisgæsl­unnar. Blaðamaður er hrifinn enda ljóst að þær stöllur höfðu tekið sér stöðu sem jafningar karla á sviði mannlífsins sem er sveipað ljóma karlmennsku og hetjuskapar. Alma Möller steig fyrst kvenna inn á þetta svið. Hún hefur í viðtali við Læknablaðið sagt frá því að starfsmenn ­Gæslunnar hafi lagst gegn því að kona myndi bætast í þeirra hóp. Sem rök voru nefndir praktískir hluti sem tengdust fataskiptum og takmarkaðri klósettaðstöðu í þyrlunum.


03. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Umskurður: Primum non nocere

Öll börn eiga rétt á því að vera varin gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Vonandi tekst okkur Íslendingum það sem öðrum þjóðum hefur enn ekki tekist, það er að vernda börn fyrir umskurði með lagasetningu.

Mannréttindi í Tyrklandi

Aukinni efnahagslegri velsæld í heiminum ekki fylgt aukið frelsi eða lýðræði. Þvert á móti átti lýðræði hvað erfiðast uppdráttar á liðnu ári samanborið við síðustu áratugi. Það ríki þar sem staða mannréttinda hefur versnað hvað hraðast á síðustu árum er Tyrkland.

Fræðigreinar

Lifrarbólga A á Íslandi


Hallfríður Kristinsdóttir, Arthur Löve, Einar Stefán Björnsson

Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræðilegar upplýsingar og birtingarmynd lifrarbólgu A á Íslandi.

Samanburður á styrk grindarbotnsvöðva hjá keppnisíþróttakonum og óþjálfuðum konum


Ingunn Lúðvíksdóttir, Hildur Harðardóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Guðmundur F. Úlfarsson

Ávinningur reglulegrar líkamsþjálfunar er vel þekktur en ýmislegt bendir til að ákafar æfingar valdi of miklu álagi á grindarbotnsvöðvana.Þetta vefsvæði byggir á Eplica