12. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Kaflaskil

Engilbert Sigurðsson

Formenn LÍ og LR hafa valið nýjan ritstjóra og ábyrgðarmann og var tillaga þeirra um Magnús Gottfreðsson samþykkt á fundi stjórnar LÍ hinn 7. nóvember síðastliðinn.

Læknaskóli í 140 ár

Magnús Karl Magnússon

16. desember næstkomandi verður þessara tímamóta minnst með málþingi og móttöku í Háskóla Íslands og eru læknar, starfsmenn deildarinnar og aðrir velunnarar hvattir til að mæta.

Fræðigreinar

Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010


Hörður Már Kolbeinsson, Hildur Harðardóttir, Guðjón Birgisson, Páll Helgi Möller

Áhrif hormóna á meðgöngu valda því að gallsteinar eru algengari meðal þungaðra en ekki þungaðra kvenna. Prógesterón dregur úr hreyfingum  gallblöðru og  estrógen eykur kólesteról magn í galli. Saman auka þau  líkurnar á myndun gallsteina. Talið er að allt að 12% þungaðra kvenna hafi gallsteina hverju sinni og að um 0,8% þeirra geti þurft að leggjast inn á spítala vegna gallsteinasjúkdóms.

Árangur aðgerða við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á Íslandi 2000-2014


Helga Björk Brynjarsdóttir , Inga Hlíf Melvinsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Arnar Geirsson

Ósæðargúlpur í brjóstholshluta ósæðar (thoracic aortic aneurysm) er tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur þar sem þvermál ósæðar er aukið um að minnsta kosti 50% miðað við  eðlilega vídd ósæðar. Nýgengi samkvæmt erlendum rannsóknum er talið vera á bilinu 6-10 tilfelli/100.000/ári. Sú staðreynd að flestir sjúklingar eru einkennalausir gerir nákvæmt mat á nýgengi erfiðara.

Umræða og fréttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica