10. tbl. 100. árg. 2014

Ritstjórnargreinar

Ebóla og við

Sigurður Guðmundsson

Hvað með Vesturlönd, eru líkur á að sjúkdómurinn berist hingað? Vissulega, til dæmis með veikum flugfarþegum eða hjálparstarfsfólki sem kemur til baka í heimahagana. Hins vegar er útilokað að ebóla nái að breiðast út sem heimsfaraldur.

Spítalinn okkar ALLRA

Þorkell Sigurlaugsson

Stöndum saman um endurbætur á Landspítala. Leitum leiða til að fjármagna þetta verkefni og hrinda því í framkvæmd. Undirbúningsvinnunni er lokið. Það er kominn tími til aðgerða. Íslenska þjóðin þarf á því að halda.

Fræðigreinar

Snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúk­lingum með sykursýki


Jónas A. Aðalsteinsson, Tómas A. Axelsson, Daði Helgason, Linda Ó. Árnadóttir, Hera Jóhannesdóttir, Arnar Geirsson, Karl Andersen, Tómas Guðbjartsson

Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta hjartaaðgerð á Vesturlöndum en hér á landi hafa verið framkvæmdar yfir 4000 slíkar á Landspítala frá því í júní 1986. Sykursjúkir eru í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóm sem er langalgengsta dánarorsök þeirra.

Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna við andlát


Kristinn Sigvaldason, Þóroddur Ingvarsson, Svava Þórðardóttir, Jakob Kristinsson, Sigurbergur Kárason

Samkvæmt alþjóðlegum samantektum virðist dánarhlutfall eiturlyfjaneytenda á aldrinum 15-54 ára vera 1,12% á ári. Þegar þeir sem nota vímuefni í æð eru skoðaðir sérstaklega reynist árleg dánartíðni hjá þeim vera milli 0,54% og 2,3%. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar er árleg heildardánartíðni hjá þessum hópi hérlendis um 1,1% miðað við að um 700 slíkir neytendur séu hér á landi sem er svipað og í fyrrnefndum rannsóknum.