04. tbl. 100. árg. 2014

Ritstjórnargreinar

Öryggi sjúklinga – forysta og virk þátttaka lækna er nauðsyn

Ólafur Baldursson

Baráttan fyrir öruggara heilbrigðiskerfi er skammt á veg komin og þarf mjög á stuðningi alls samfélagsins að halda.

Mislingar - á hverfanda hveli?

Sigurður Guðmundsson

Fræðilega er unnt að útrýma mislingum og að því er róið öllum árum, en enn virðist útrýming ekki í augsýn.

Fræðigreinar

Umfang og áhrif mislingafaraldranna 1846 og 1882 á Íslandi


Sandra Gunnarsdóttir, Haraldur Briem, Magnús Gottfreðsson

Á Þjóðskjalasafni Íslands eru kirkjubækur þjóðarinnar en í þær skráðu sóknarprestar upplýsingar um fædda, fermda, gifta, burtvikna, innkomna og látna. Þar eru persónugreinanlegar upplýsingar, nafn, fæðingar- og dánardagur, búseta og stundum dánarorsök. Fengið var yfirlit hjá Þjóðskjalasafni Íslands um allar sóknir landsins árin 1845-47 og 1881-83 og kirkjubækur þeirra sókna yfirfarnar.

Sárasogsmeðferð - yfirlitsgrein


Ingibjörg Guðmundsdóttir, Steinn Steingrímsson, Elsa Valsdóttir, Tómas Guðbjartsson

Á síðustu árum hefur sárasogsmeðferð rutt sér til rúms um allan heim sem margir telja að sé bylting. Myndaður er undirþrýstingur staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sárasugu sem tengd er við úmbúðirnar. Þannig er sárið hreinsað og flýtt fyrir að það grói. Sárasogsmeðferð er hægt að nota á flest sár en þó sérstaklega sýkt skurðsár og langvinn sár sykursýkissjúklinga. Meðferðin er dýrari en hefðbundnar sáraumbúðir en á móti kemur að sárgræðsla er hraðari og getur það stytt legutíma og minnkað kostnað.