05. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Líffæraígræðslur - margþætt ferli

Margrét Birna Andrésdóttir

Líffæraígræðsla er eina mögulega meðferð við líffærabilun á lokastigi í hjarta, lungum og lifur.

Völd og valdafíkn

Torfi Magnússon

Grikkjum til forna var tamt orðið „hubris“ sem felur meðal annars í sér hroka og spillingu.

Fræðigreinar

Barksterameðferð við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum


Erna Hinriksdóttir, Hrólfur Brynjarsson, Þórður Þórkelsson

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun barkstera við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins yfir 15 ára tímabil (2000-20014). Metin voru áhrif meðferðar á þörf barnanna fyrir öndunarvélameðferð og súrefnisgjöf, auk þess sem hugsanlegar aukaverkanir meðferðar voru kannaðar. Jafnframt var þróun þessarar meðferðar á rannsóknartímabilinu skoðuð.

Lungnaígræðslur á Íslendingum


Sif Hansdóttir, Hrönn Harðardóttir, Óskar Einarsson, Stella Kemp Hrafnkelsdóttir, Gunnar Guðmundsson

Lungnaígræðslur eru nú framkvæmdar á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg en eftirfylgni er á vegum sérhæfðra lungnalækna á Landspítala. Fylgikvillar og lifun íslenskra sjúklinga eru sambærilegir við það sem gerist á stærri stofnunum. Náin samskipti og samstarf við þá stofnun þar sem ígræðsla fer fram er lykilatriði.