02. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Betur má ef duga skal

Vilhjálmur Ari Arason

Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga sök á hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi. Það er mat Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að eitt af veigamestu verkefnum heims sé að taka á þessum vanda.

Brýnasta verkefni lækna

Arna Guðmundsdóttir

Baráttunni fyrir fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi lýkur aldrei. Þar verða læknar að leggja sitt af mörkum. Þar reynir á forystusveitina og samstöðu og úthald baklandsins. Þetta er brýnasta verkefni okkar á næstu árum.

Fræðigreinar

Árangur aðgerða vegna bráðrar ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi


Arnar Geirsson, Inga Hlíf Melvinsdóttir, Þórarinn Arnórsson, Gunnar Mýrdal, Tómas Guðbjartsson

Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem dánartíðni er há og tíðni fylgikvilla umtalsverð.1 Við bráða ósæðarflysjun verður rof á innsta lagi ósæðar (intima) þannig að blóðið klýfur sig á milli laga og myndar aukahólf (false lumen) milli innsta og ysta lag æðarinnar.

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010


Ármann Jónsson, Sævar H. Lárusson, Ágúst Mogensen, Hjalti Már Björnsson, Brynjólfur Á. Mogensen

Opinber skráning reiðhjólaslysa er hjá Samgöngustofu og byggist á lögregluskýrslum á umferðarslysum. Í gagnabanka Samgöngustofu voru 317 tilfelli skráð á árunum 2005-2010. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að árið 2005 slösuðust 25 við hjólreiðar en árið 2010 reyndust þeir 82 talsins. Eru því vísbendingar um fjölgun reiðhjólaslysa í umferðinni á Íslandi á því tímabili.