04. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Teymisvinna við greiningu lungnakrabbameins á Landspítala skilar árangri

Ólafur Baldursson

Sjúklingar eiga rétt á að fá álit frá þeim sérfræðingum sem best þekkja til hverju sinni, óháð deildum, sviðum, vaktaskipulagi, kjarasamningum og öðrum þeim hindrunum af mannavöldum sem geta staðið í vegi fyrir samvinnu og öryggi sjúklinga.

 

Doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands

Helga Ögmundsdóttir

Fáeinum dögum eftir að Læknadeild fagnaði 140 ára afmæli læknanáms á Íslandi fór fram 120. doktorsvörnin hjá Læknadeild eftir að komið var á skipulögðu doktorsnámi við deildina. Það var árið 1994 og fyrsta doktorsvörnin var strax árið 1995.

                                              

Fræðigreinar

Greiningarferli lungnakrabbameins á Landspítala: sjúklingamiðuð nálgun


Hrönn Harðardóttir, Unnur A. Valdimarsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Andrés Sigvaldason, Sigrún Helga Lund, Thor Aspelund, Sif Hansdóttir, Steinn Jónsson

Greiningarferlið felst í því að á rúmum sólarhring eru skipulagðar rannsóknir til greiningar og stigunar á hugsanlegu lungnakrabbameini. Leitast er við að skrá sjúklinga í greiningarferlið innan tveggja vikna frá tilvísun til lungnalæknis og er það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar. Sjúklingurinn er kallaður inn í rannsóknir á sjúkrahúsinu sem gerir ráð fyrir innlögn yfir nótt. Í hverju tilfelli fyrir sig er metið hvaða rannsóknir þarf að framkvæma. Biðtími að greiningu og meðferð hér á landi er í samræmi við alþjóðlegar ráðleggingar.

Gallblöðrukrabbamein á Íslandi 2004-2013


Bryndís Baldvinsdóttir, Haraldur Hauksson, Kristín Huld Haraldsdóttir

Einkenni gallblöðrukrabbameins eru ósértæk. Á fyrstu stigum sjúkdómsins er hann oft einkennalaus og eru einkenni oft tengd útbreiddari sjúkdómi. Helstu einkenni sem fylgja gallblöðrukrabbameini eru verkur ofanvert og hægra megin í kvið, ógleði, uppköst og þyngdartap. Hækkuð lifrargildi í blóði eru oft tengd útbreiddari sjúkdómi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica