06. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Þarftu verkjalyf?

Valgerður Rúnarsdóttir

Læknar vilja draga úr rangri notkun ópíóíðalyfja og þurfa að ræða óábyrgar lyfjaútskriftir, taka ábyrgt á málinu og bæta í varnirnar. Við þurfum að setja leikreglur, svara kalli þegar hættumerki rísa og taka höndum saman til að stemma stigu við þeirri ógn sem stafar af lyfseðilsskyldum ávanabindandi lyfjum.

Nýtt fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu við börn - ógn við öryggi?

Valtýr Stefánsson Thors

Með nýja greiðsluþáttökukerfinu mun þjónustan skerðast, aðgengi versna, biðtími lengjast og kostnaður aukast. Leiti foreldrar barna eldri en tveggja ára til barnalækna utan spítala eða á göngudeildir spítalanna þurfa þeir að greiða þriðjung kostnaðarins í stað 0-10% áður.

Fræðigreinar

Framskyggn rannsókn á eitrunum sem komu til meðferðar á bráðamóttökum Landspítala 2012


Guðborg Auður Guðjónsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Jakob Kristinsson

Tíðni koma vegna eitrana á bráðamóttökurnar var hærri nú en í fyrri rannsókn, en munurinn var ekki marktækur. Konur voru fleiri en karlar og stærsti hópurinn var ungt fólk. Misnotkun og sjálfsvígstilraunir voru algengustu ástæður eitrana. Algengustu eitrunarvaldar voru lyf og alkóhól. Meirihluti sjúklinga fékk meðferð á bráðamóttöku og útskrifaðist heim.

Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á 8 til 12 mánaða tímabili


Helga Guðrún Friðþjófsdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Inga Þórsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Nanna Briem, Ingibjörg Gunnarsdóttir

Rannsóknir benda til að einstaklingar með geðrofssjúkdóma séu líklegri til að fá efnaskiptavillu en almenningur, en henni fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum. Ástæða þess er enn ekki fullkunn, en mögulegir áhrifavaldar eru streita tengd sjúkdómnum, lyfjagjöf og lífstíll. Mataræði er þekktur áhrifaþáttur í þróun hjarta- og æðasjúkdóma, en rannsóknir hafa fundið tengsl milli mataræðis og insúlínviðnáms, blóðfituraskana og háþrýstings. Mataræði sem einkennist af lítilli neyslu á fæðutrefjum, mikilli neyslu á fínunnum kolvetnum og lágu hlutfalli ein- og fjölómettaðra fitusýra hefur verið tengt við efnaskiptasjúkdóma. Erlendar rannsóknir benda til þess að mataræði geðrofssjúklinga sé lakara en mataræði viðmiðunarhópa.Þetta vefsvæði byggir á Eplica