06. tbl. 101. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Ófullnægjandi einangrunaraðstaða á Landspítala ógn við öryggi sjúklinga

Karl G. Kristinsson

Straumhvörf urðu í læknisfræði þegar sýklalyfin komu til sögunnar fyrir 70 árum og talað var um kraftaverkalyf. Því miður hefur hömlulaus notkun þeirra leitt til þess að sýklarnir eru að verða ónæmir fyrir flestum ef ekki öllum sýklalyfjum sem til eru í dag.

Malaría og Ísland

Ólafur Guðlaugsson

Malaría er alvarlegur sjúkdómur sem smitast með biti moskítóflugunnar. Þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst í baráttunni við malaríu víða er hún vandamál á heimsvísu. Langflest tilfelli koma upp í íbúum Afríku (88%) og Asíu (10%) en færri annars staðar.

Fræðigreinar

Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga


Kristján Godsk Rögnvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson

Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í þróunarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til hérlendis á Íslandi í þeim sem hafa dvalist á malaríusvæðum. Í rannsókn sem gerð var á sjúkdómnum hérlendis 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014 á Íslandi.

Viðhorf barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna til fósturskimunar í móðurblóði


Sigrún Ingvarsdóttir, Vigdís Stefánsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir

Í klínískum leiðbeiningum fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu hér á landi segir að bjóða eigi öllum barnshafandi konum upplýsingar um fósturskimun fyrir litningagöllum í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu. Þeim konum sem fá auknar líkur á litningagalla hjá fóstri er boðið að fara í greiningu á litningagerð fóstursins með legvatnsástungu eða fylgjusýnitöku.