09. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

D - vítamín - gott fyrir alla

Soffía Guðrún Jónasdóttir

Á síðustu árum hefur D-vítamín hlotið aukna athygli þar sem fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á mun flóknara samspil þess við starfsemi líkamans en áður var talið.

Heimilislækningar - Ný viðfangsefni byggð á sígildum kjarna

Emil L. Sigurðsson

Með öldrun þjóða, notkun fleiri lyfja, fjölgun sjúklinga með langvinna sjúkdóma og fjölsjúkdóma er þörfin fyrir vel skipulagða og vel mannaða heilsugæslu gríðarlega mikilvæg.

Fræðigreinar

Tengsl D-vítamíns og áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal íslenskra barna


Þórunn Hannesdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Erlingur Jóhannsson, Emil L. Sigurðsson

D-vítamínskortur hefur veirð tengdur við þróun hjata- og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að kanna tengs milli þekktra áhættuþátta hjata- og æðasjúkdóma og D-vítamíns, sérstaklega hjá börnum og ungu fólki. Mikilvægt er að fylgja opinberum ráðleggingum varðandi D-vítamíngjöf fyrir alla aldurshópa, en rannsóknin sýndi að 2/3 barnanna voru undir þeim kjörgildum sem Embætti landlæknis mælir með.

Rétting á fremra liðhlaupi í öxl með Cunningham-aðferðinni


Þorsteinn H. Guðmundsson, Hjalti Már Björnsson

Í byrjun árs 2013 var læknum bráðamóttöku Landspítala kennd ný aðferð til réttingar á liðhlaupi í öxl - Cunningham-aðferðin. Innleiðsla hennar við réttingu axlarliðhlaupa leiddi til marktækrar fækkunar á slævingum en hafði engin áhrif á dvalartíma á bráðadeild eða heildarhlutfall heppnaðra réttinga.Þetta vefsvæði byggir á Eplica