12. tbl. 100. árg. 2014

Ritstjórnargreinar

Heilsugæsla, fjárfesting í heilsu til framtíðar

Oddur Steinarsson

Með hærra hlutfalli eldri borgara er þörfin fyrir öfluga samræmda heilsugæslu á landsvísu mjög mikil.

Hjartað ræður för

Gunnar Sigurðsson

Kransæðasjúkdómar hafa verið á undanhaldi á Íslandi síðan um 1980. Sjúkdómurinn hafði þá verið í miklum vexti eftir 1950 og náð hámarki um 1970.

Fræðigreinar

Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum 50 ára og yngri


Linda Ó. Árnadóttir, Tómas A. Axelsson, Daði Helgason, Hera Jóhannesdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Arnar Geirsson, Axel F. Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson

Áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá yngri sjúklingum eru ekki eins vel rannsakaðir og hjá þeim eldri. Þó hafa reykingar og sykursýki, sérstaklega hjá konum, tengsl við snemmkominn kransæðasjúkdóm.

Kannanir á mataræði og næringargildi fæðunnar á Íslandi


Laufey Steingrímsdóttir, Hrund Valgeirsdóttir, Þórhallur I. Halldórsson, Ingibjrg Gunnarsdóttir, Elva Gísladóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Inga Þórsdóttir

Einstaklingsbundnir þættir eins og aldur, kyn, tekjur, menntun og búseta, hafa áhrif á fæðuval. Meðalneysla næringarefna eða fæðutegunda segir því langt í frá alla sögu um mataræði þjóðarinnar, og ólíkir hópar innan samfélagsins geta búið við mismunandi aðstæður til að velja sér heilsusamlegt fæði.