05. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Góður árangur erfðalækninga

Stefán Karlsson

Fullyrða má að genalækningar hafa tekist vel við marga sjúkdóma og má búast við góðum framförum á næsta áratug með notkun veiruvektora. Nýlega var lýst aðferðum við að gera minni breytingar á erfðaefninu með tækni þar sem unnt er að gera við stökkbreytingar.

TAVI-aðgerðir – Ósæðarlokuísetning með þræðingartækni - Reynslan á Íslandi og alþjóðleg þróun

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Með vaxandi aldri þjóðar fjölgar mjög sjúklingum með ósæðarlokuþrengsl og íslensk rannsókn bendir til að fjöldi þeirra muni tvöfaldast á næstu 25 árum. Fyrsta ósæðarlokuaðgerð var gerð með þræðingartækni í Frakklandi í apríl 2002. Framkvæmdar hafa verið yfir 300.000 TAVI-aðgerðir í heiminum síðan.

Fræðigreinar

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og hjúkrunarheimilum


Svandís Hálfdánardóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir

Að greina yfirvofandi andlát er bæði flókið og erfitt ferli en er fyrsta skrefið í að skipuleggja og veita góða meðferð við lok lífs. Lækni ber að meta og greina sjúkdómsástand sjúklings og hvort unnt sé að breyta því til hins betra. Mikilvægt er að teymið sem sinnir sjúklingi sé sammála um markmið meðferðar og þeirri meðferðaráætlun sem lagt er upp með. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna tíðni algengra einkenna á síðasta sólarhring lífs, lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir við þessum einkennum.

Auka ópíóíðar, róandi lyf, svefnlyf og prótónupumpuhemlar hættu á beinbrotum?


Guðlaug Þórsdóttir, Elísabet Benedikz, Sigríður A. Þorgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson

Tvo toppa má sjá í tíðni beinbrota hjá Vesturlandabúum, - hjá börnum og hjá eldri einstaklingum. Tíðni beinbrota hjá fullorðnum fer hækkandi eftir 35 ára aldur, hækkar áfram með vaxandi aldri og tengist beingisnun og aukinni byltuhættu. Beinbrot valda miklum heilbrigðiskostnaði og hafa veruleg hafa áhrif á lífsgæði og lifun aldraðra einstaklinga. Þannig eru mjaðmarbrot talin minnka lífslíkur um 10-20%, einnig hefur verið sýnt fram á að samfallsbrot í hrygg geta aukið dánarlíkur um 19%. Í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar beinbrota geta verið fyrir einstaklinginn og samfélagið er mikilvægt að greina áhættuþætti fyrir byltur og beinbrot svo forvarnir verði markvissari.Þetta vefsvæði byggir á Eplica