09. tbl. 102. árg. 2016

Ritstjórnargreinar

Í aðdraganda kosninga

Þorbjörn Jónsson

Heilbrigðismálin voru eitt af hitamálum síðustu kosninga og nauðsynlegt er að þau verði eitt aðalmál komandi kosninga. Vissulega hefur okkur miðað fram á veg en betur má ef duga skal, fjöldamörg verk eru óunnin.

Loforð og efndir

Arna Guðmundsdóttir

Ég þekki engan Íslending og ennþá síður lækni sem vill hverfa frá því sterka kerfi almannatrygginga og jöfnuði sem einkennir íslenska heilbrigðisþjónustu. Ég þekki hins vegar marga sem telja ólík rekstrarform undir sameiginlegum hatti almannatrygginga og ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu af hinu góða.

Fræðigreinar

Fæðuval og næring kvenna á meðgöngu með tilliti til líkamsþyngdar


Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ellen Alma Tryggvadóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Helga Medek, Reynir Tómas Geirsson

Næringarástand á meðgöngu getur haft áhrif á þroska, vöxt og heilsu barnsins. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka næringargildi fæðu hjá barnshafandi konum á höfuðborgarsvæðinu og kanna hvort mataræði kvenna í kjörþyngd fyrir þungun væri frábrugðið því sem er hjá konum sem voru yfir kjörþyngd. Huga þarf að fæðuvali kvenna á meðgöngu, ekki síst meðal kvenna yfir kjörþyngd. Hluti barnshafandi kvenna fullnægir ekki þörf fyrir næringarefni á borð við joð, D-vítamín og DHA, sem öll gegna lykilhlutverki við fósturþroska.

Æðaflækjur í heila - yfirlitsgrein


Ólafur Sveinsson, Ingvar Ólafsson, Einar Már Valdimarsson

Æðaflækjur í heila eru sjaldgæfar en geta valdið alvarlegum heilablæðingum, varanlegri fötlun og dauða. Auk þessa geta þær valdið, staðbundnum taugaeinkennum, flogum og höfuðverk. Meðferð æðaflækja er vandasöm. Algengust er skurðaðgerð þar sem leitast er við að loka nærandi slagæðum. Einnig er notuð þrívíddarmiðuð geislameðferð eða innanæðarlokun. Velja þarf rétta meðferð fyrir hvert tilfelli og oft þarf að beita fleiru en einu meðferðarformi til að loka æðaflækjunni. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ekki eigi að grípa til aðgerðar þegar æðaflækjur hafa ekki blætt.