09. tbl. 101. árg. 2015

Ritstjórnargreinar

Hvernig er best að mæla offitu barna?

Pétur B. Júlíusson

Aukið mittismál hjá börnum hefur verið tengt aukinni blóðfitu, háum blóðþrýsting, hækkuðum fastandi insúlínmælingum og hættu á lifrarfitu. Mæling á mittismáli er hluti af skilgreiningu International Diabetes Federation á efnaskiptavillu. Þrátt fyrir þetta eru mælingar á mittismáli eða mitti/hæð hlutfallinu ekki útbreiddar.

Aukin ferðamennska – áskorun í heilbrigðisþjónustu

María Heimisdóttir

Langflestir erlendir ferðamenn leita heilbrigðisþjónustu yfir sumarmánuðina - þegar mönnun er oft naum vegna sumarleyfa. Árið 2014 voru 46% af innlögnum ósjúkratryggðra sér stað í júlí-september. Áhrifa ferðamanna gætir því meira en ætla mætti af fjöldatölum.

Fræðigreinar

Mikilvægi mittismáls við eftirlit barna með offitu. Alvarleg frávik í blóðgildum hjá íslenskum börnum með offitu


Ásdís Eva Lárusdóttir, Ragnar Bjarnason, Ólöf Elsa Björnsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Tryggvi Helgason

Frávik í blóðgildum barna með offitu eru algeng. Mittismál virðist hafa meira forspárgildi um frávik í efnaskiptum tengdum offitu en BMI-SDS. Mittismál mætti nota til að skima fyrir þeim börnum sem þurfa á reglulegu eftirliti að halda með tilliti til frávika í efnaskiptum. Rannsóknin sýnir því mikilvægi þess að læknar mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar og eftirlits.

Áhrif endurhæfingar á þrek, holdafar og heilsueflandi hegðun hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2


Karl Kristjánsson, Magnús R. Jónasson, Sólrún Jónsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Marta Guðjónsdóttir

Sykursýki af tegund 2 er algengari í hjartaendurhæfingu en í almennu þýði á Íslandi. Hjartasjúklingar með sykursýki eru að jafnaði feitari og með heldur lélegra þrek og minni svörun við þjálfun en aðrir hjartasjúklingar. Eftirfylgd í 6 mánuði sýndi hins vegar að aukning varð í reglulegri hreyfingu meðal hópsins og það endurspeglaðist í bættri göngugetu.

Umræða og fréttir