07/08. tbl. 103. árg. 2017

Ritstjórnargreinar

Ný tækni – nýir tímar

Kristinn R. Þórisson

Greind er merkilegt fyrirbæri. Þessi lífeðlislegu upplýsingaferli sem við köllum í daglegu tali "hugsun" gera þér, lesandi góður, kleift að lesa þessar línur - og mér að skrifa þær.

Miklar kröfur gerðar til lækna

Reynir Arngrímsson

Á aðalfundi LÍ í haust eiga að liggja fyrir tillögur um framtíðarskipulag í félagsmálum lækna og mikilvægt að sem flestir myndi sér skoðun á þeim. Stefnum að víðtækri samstöðu um uppbyggingu og skipulag félags okkar.

Fræðigreinar

Tilkynntar aukaverkanir lyfja á Íslandi á árunum 2013 til 2016. Samanburður við tilkynningar frá Norðurlöndunum


Sara Skúlína Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir

Mikill breytileiki er á fjölda tilkynntra aukaverkana á Íslandi milli ára á tímabilinu. Í samanburði við hin Norðurlöndin er dreifing aukaverkana eftir ATC-flokkum lyfja önnur og hlutfall alvarlegra aukaverkana lágt. Sölutölur skýra ekki þennan mismun.

Læknisfræðilegt mat vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkum


Margrét Edda Örnólfsdóttir, Ebba Margrét Magnúsdóttir, Jón R. Kristinsson, Reynir Tómas Geirsson

Engin samræmd og alþjóðlega viðurkennd skilgreining er til á kynferðisofbeldi gegn börnum. Öll kynferðisleg samskipti milli barna og fullorðins aðila má skoða sem ofbeldi, þar sem barn hefur hvorki þroska né skilning til að samþykkja athafnir sem miða að kynferðislegri örvun einstaklinga sem hefur yfirburði gagnvart barninu. Kynferðisbrot gegn börnum eru umfangsmikið vandamál og rótgróið í mannlegu samfélagi.

Fjórföld hækkun á blóðfitum í bráðu ástandi ketónsýringar – sjúkratilfelli


Hrafnkell Stefánsson, Kristinn Sigvaldason, Hilmar Kjartansson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Hér er lýst tilfelli 23 ára konu sem leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna kviðverkja. Blóðvökvi reyndist það fiturríkur að ekki var unnt að mæla blóðhag. Hún var með hraða og djúpa öndun (Kussmaul-öndun) og acetonlykt úr vitum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica