04. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Sögðu bið eftir hjúkrunarheimili sóun og mannréttindabrot: fundur LÍ fyrir almenning

„Síðasta mánudag biðu 73 á Landspítala eftir að komast á hjúkrunarheimili. Þeir eru tilbúnir en bíða því það vantar rými. Nýjustu tölur sýna að 424 bíða eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og benti á að eitt heimili væri í byggingu. Það tæki á sjöunda tug sjúklinga.

Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir, Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna, Sirrý Arnardóttir, Ólafur Orri Sturluson læknir og Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur, voru framsögumenn á öðrum fundi Læknafélagsins, Læknisráði.

„Þetta er sóun fyrir einstaklingana, aðstandendur, heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild.“ Annar fundur Læknafélags Íslands fyrir almenning í fundaröðinni Læknisráð var fimmtudaginn 14. mars. Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, fullyrti að þetta væru mannréttindabrot. Fólkið væri í allt of dýru úrræði.

„Við verjum 5-7 milljörðum í mannréttindabrot. Það er ógeðfellt að við förum svona með fólk og peninga.“

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica