Stöðuauglýsingar

Fagstjóri lækninga - Heilsugæslan Efra Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, auglýsir laust til umsóknar starf fagstjóra lækninga við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Fagstjóri lækninga ber ábyrgð á skipulagningu læknisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli fagstétta innan starfsstöðva HH og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Starfshlutfall er 100% og ráðið verður ótímabundið í starfið til frá og með 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Á starfsstöðvum HH starfa fagstjóri hjúkrunar og fagstjóri lækninga. Hlutverk fagstjóra er að annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu innan fagsviðs í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á ráðningartíma mun forstjóri fela öðrum hvorum fagstjóranna að sinna verkefnum við svæðisstjórn samkvæmt gildandi fyrirkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulag, verkstjórn og samhæfing innan fagsviðs með svæðisstjóra, í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Er svæðisstjóra innan handar við daglegan rekstur stöðvar og er staðgengill hans
  • Innleiðir nýjungar og vinnur að breytingum á starfsemi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga stöðvar
  • Tekur þátt í gerð, innleiðingu og notkun klínískra leiðbeininga
  • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
  • Tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi
  • Hefur umsjón með sérnámslæknum stöðvar, veitir fræðslu til nema, nýliða og starfsmanna fagsviðs í samvinnu við aðra starfsmenn stöðvar
  • Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi samhliða

Hæfnikröfur

  • Sérfræðingur í heimilislækningum
  • Reynsla af starfi í heilsugæslu skilyrði
  • Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
  • Nám í stjórnun er æskilegt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
  • Reynsla af rekstri innan heilbrigðisþjónustu æskileg
  • Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

 

 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2024

 

Nánari upplýsingar veitir

Vildís Bergþórsdóttir - vildis.bergthorsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5300

Nanna Sigríður Kristinsdóttir - nanna.kristinsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000

 

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/laus-storf/nanari-upplysingar-um-starf/?job=37372




Þetta vefsvæði byggir á Eplica