0708. tbl. 110. árg. 2024
Umræða og fréttir
Barnalæknarnir fóru yfirlaunamismuninn með BHM
Góður undirbúning er mikilvægur, fá ráð hjá stéttarfélagi, vera viðbúin mótbárum og að rita fundargerðir, sagði Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, barnalæknir á Landspítala, þegar hún gaf ráð í erindi sem hún hélt ásamt barnalæknunum Helgu Elídóttur og Berglindi Jónsdóttur á hádegisfundi fyrir félagsfólk BHM. Fundurinn var um rétt fólks til upplýsinga um laun samstarfsfólks frá vinnuveitenda sínum.
„Einn tilgangur þess að fjalla um okkar mál í Læknablaðinu var að fanga athygli fleira fólks sem væri í sömu stöðu og við,“ sagði Jóhanna á fundinum.
Barnalæknarnir þrír ræddu hvernig þær hefðu varpað ljósi á launamun kynj-anna á Barnaspítalanum með upplýsingaöflun og samtölum við samstarfsmenn, og hvernig þær þurftu svo að grafa í upplýsingunum sem bárust. Þær töluðu um hvernig þær gáfust ekki upp, hvernig þær fengu fund til sátta eftir að hafa afhent forstjóra kæru ætlaða Kærunefnd jafnréttismála. Hún hafi ekki verið send eftir fundinn.
Þær töluðu um helstu hindranirnar á veginum; samskipti við kjaradeild og mannauðsdeild, hvernig villt hafi verið um fyrir þeim með tölum og sömu gögn sýnd endurtekið. Ferlið hafi valdið óróleika innan vinnustaðarins, Landspítala. Mál sem þær ræddu við Læknablaðið í apríl.
Á fundinum nefndu þær hvernig þær hefðu upplifað sig opna Pandórubox. Margt hafi komið fram, ekki aðeins of lág laun þeirra. Spítalinn fari nú ofan í saumana á því.
Mynd/skjáskot