02. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Læknadagar 2024, - nokkrar myndir

Nokkrar myndir teknar vikuna 15.-19. janúar 2024 þegar Læknadagar voru haldnir í Hörpu að viðstöddu fjölmenni alla daga.

 

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins og Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur.

 Mynd/gag

Kolbrún Pálsdóttir hélt fyrirlestur um hormónameðferð og áhættu á krabbameini í kvenlíffærum á málþinginu Konur, hormónar og krabbamein. Benti hún þar á að notkun getnaðarvarnarpillu minnki líkur á legbolskrabbameini og eggjastokkakrabbameini. „Áhrifin aukast með lengri notkun og haldast eftir að meðferð er hætt,“ greindi hún frá.

Læknar drukku meðal annars kaffi frá Grundarfirði. Marta Magnúsdóttir stóð kaffivaktina á Læknadögum þetta árið ásamt eiginmanni sínum, Jan van Haas. Þau reka kaffibrennsluna Valeria þar í bæ og voru þau í fyrsta sinn á Læknadögum. Kaffið flytja þau inn frá Kólumbíu þaðan sem Jan er. Mynd/gag

 

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, hélt athyglinni óskiptri þegar hún flutti fyrirlestur sinn Félagslegir þættir lýðheilsu á málþinginu Alþjóðaheilsa – Global Health.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica