02. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Öryggi ógnað með yfir 100% rúmanýtingu, - gríðarlegt vandamál segir Runólfur Pálsson

„Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala þegar hann fór yfir tölur Landspítala um rúmanýtingu á málþinginu Sóun í heilbrigðiskerfinu? á Læknadögum

Tölur Runólfs sýndu tímabilið júní til nóvember 2023 og var nýtingin mest á lyflækninga- og bráðasviði. Þar var hún hæst 115% í nóvember en lægst 109%. Hún nam 111% á skurðdeildinni í nóvember en lægst 99% á tímabilinu. Hún var 112% á hjarta-, æða- og krabbameinssviði í nóvember en lægst 102% á tímabilinu. Á öldrunar- og endurhæfingarsviði var hún á bilinu 103-105%. Aðrar deildir fóru ekki yfir 100%. Hann benti á að tölurnar sýndu ekki yfirfulla bráðamóttökuna og bið fólks þar eftir að komast á legudeildir.

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala fer yfir tölurnar á Læknadögum. Mynd/gag

Runólfur vísaði í nýjustu tölur OECD sem sýna að nýtingin í Evrópulöndum var á bilinu 50-90% á árinu 2021. Hann sló þann varnagla að tölurnar væru meðaltöl og sjúkrahúsin í Evrópu mörg og ólík.

„Mörg sjúkrahús í stórborgum eru í vanda vegna vaxandi álags,“ sagði hann. Nýtingin að jafnaði 70% í þessum löndum, til dæmis í Þýskalandi og Lúxemborg, 77% í Noregi, 81% í Bretlandi. Írland var hæst með 90% nýtingu.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica