04. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Landspítalinn af þriggja ára óvissustigi

Landspítali var færður af óvissustigi vegna COVID-19 þann 14. mars 2023. Spítalinn var þann 30. janúar 2020 settur á óvissustig vegna atburða í Wuhan-borg í Kína. Frá þeim tíma hefur hann 19 sinnum verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig. Samkvæmt heimasíðu spítalans var hann nú færður af óvissustigi þar sem sjúkdómurinn virðist búinn að ná jafnvægi í samfélaginu.

„Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum,“ segir á vef spítalans.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica