04. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Halla Viðarsdóttir ný í ritstjórn Læknablaðsins

Halla Viðarsdóttir, kviðarholsskurðlæknir á Landspítala, er ný í ritstjórn Læknablaðsins. Hún tekur við keflinu af Huldu Maríu Einarsdóttur sem einnig er kviðarholsskurðlæknir.

„Ég er komin með fyrstu fræðigreinina í hendur frá Læknablaðinu,“ segir Halla sem hóf störf á Landspítala í október eftir 11 ára búsetu í Helsingjaborg í Svíþjóð. Þar stundaði hún sérnám sitt og varði svo doktorsritgerð sína í Lundi árið 2021. Halla hefur frá námsárunum stundað rannsóknir. „Ég byrjaði á því sem læknanemi í 3. árs verkefni og hélt áfram sem deildarlæknir, bæði með Páli Helga Möller og Tómasi Guðbjartssyni.“ Hún er spennt fyrir starfinu í ritstjórninni og á Landspítala.

„Já, það er gaman í vinnunni. Nóg að gera,“ segir hún. „Mér finnst yndislegt að koma heim, enda vinnur frábært fólk á skurðlækningasviði.“

Læknablaðið býður Höllu velkomna í ritstjórnin um leið og það þakkar Huldu Maríu fyrir góð kynni og störf.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica