04. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Sérnámslæknar fóru yfir rannsóknir sína

Tengsl eru á milli lífssögu um ofbeldi og algengi hjartaáfalla og áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rebekku Lynch og félaga sem hún kynnti á Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í lyflækningum á Nauthól í febrúar. Algengi var hæst meðal kvenna með mikla ofbeldissögu.

Ráðstefnan var vel sótt í ár. Fimmtán erindi voru á dagskránni og hélt Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor hátíðarfyrirlestur. Ráðstefnan er haldin til að hvetja sérnámslækna til vísindastarfa og fara yfir afrakstur þeirra.

Arna Rut Emilsdóttir og Kristján Torfi Örnólfsson voru meðal fyrirlesara í ár. Hún hélt fyrirlestur um krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi 2005-2018. Hann sagði frá lýðgrundaðri rannsókn á horfum sjúklinga með PBC, primary biliary cholangitis (frumkomin gallskorpulifur), og tengslum sjúkdómsins við aðra sjálfsofnæmis-sjúkdóma.

Kristján Torfi (efri myndin) og Arna Rut (neðri myndin) messa á Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í lyflækningum á Nauthól í febrúarlok. Á neðri myndinni eru Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Karl Andersen, Björn Guðbjörnsson, Vilmundur Guðnason, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Þorgeirsson. Myndir/gag

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica