11. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Læknadagar 2021 rafrænir

Læknadagar verða rafrænir í ár. Það er ákvörðun stjórnar Fræðslustofnunar félagsins. „Ástandið í samfélaginu býður ekki upp á annað,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins. Árlega hafa um 900 skráð sig á Læknadaga og 450-500 komið saman á hverjum degi.

Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands og formaður stjórnar Fræðslustofnunar.

„Við erum spennt að sjá hvaða áhrif fjarfundur hefur á Læknadaga,“ segir Reynir. „Það verða þrjú málþing í gangi á hverjum tíma og því 6 á hverjum degi auk tveggja hádegisfunda.“ Taka á erindin upp. „Við stefnum á að þau verði aðgengileg í mánuð. Fólk á því ekki að missa af neinu.“Þetta vefsvæði byggir á Eplica