07/08. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Út úr kófinu með læknum og hagfræðingum, málþing í HÍ

Fyrsta akademíska uppgjörið við COVID-19

„Hvernig við stóðum saman sem samfélag hefur mikið um það að segja hvernig við komum út úr þessum heimsfaraldri,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins, í upphafsorðum sínum á málþinginu Út úr kófinu. Segja má að ráðstefnan hafi verið fyrsta akademíska uppgjörið við fyrsta hluta COVID-19-heimsfaraldursins.

Ráðstefnan Út úr kófinu var akademískt uppgjör við fyrsta hluta COVID-19. Magnús Gottfreðsson og Engilbert Sigurðsson skipulögðu ráðstefnuna sem var streymt á helstu miðlum.
Myndir af málþinginu tók Kristinn Ingvarsson

Magnús skipulagði málþingið ásamt Engilbert Sigurðssyni, forseta læknadeildar, og var það haldið miðvikudaginn 3. júní í hátíðarsal Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson rektor Háskólans setti þingið. Erindi tveggja frummælenda vöktu mesta athygli, þeirra Gylfa Zoëga hagfræðings og Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis.

Hátt í 50 manns sátu málþingið. Metri var á milli gesta og var málþinginu streymt á stærstu miðlum landsins.

 

Landlæknir var meðal gesta á ráðstefnunni og fylgdist með.

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar var ekki sammála Gylfa. Mynd/gag

Bil var milli gesta og þeim dreift um salinn til varnar veirunni.

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica