02. tbl. 105. árg. 2019

Umræða og fréttir

Umsögn um ljóðabókina Poems that fell to Earth eftir Einar Guðmundsson

                                                                     

Ljóðabókin er heildstæð hugvekja og hugrenningar höfundar í 30 ljóðum um mannkynið, ástina, draumana, veröldina og alheiminn. Hún sýnir vel virðingu og næmi skáldsins fyrir hinu mannlega og hugsanir hans um hvar við erum stödd í þessum heimi.

Ljóðin geta í senn verið alvörugefin og kímin og í þeim eru líka skemmtileg sjónarhorn á viðfangsefnin. Öll ljóðin eru á ensku en með háttbundinni hrynjandi og rími.

Við lesturinn fer maður inn í hin ólíku sögusvið ljóðanna og finnur stemminguna og er hrifinn inn í annan heim. Inn á milli eru minningarljóð um frelsishetjur og samferðamenn höfundar. Ljóðin fjalla um hinar smáu nálægu og hlýju tilfinningar og eðli mannsins en líka um smæð mannkynsins í hinum stóra alheimi, vísindin og trúna.

Ljóðin hafa fæst birst áður og eru skrifuð á nokkrum áratugum.

Höfundurinn, Einar Guðmundsson, fékk fyrst ljóð birt í barnaskólablaðinu þegar hann var 7 ára. Það er mjög gleðilegt að höfundur hafi opnað ljóðagluggann á ný með þessari fallegu bók. Heiti bókarinnar fellur vel að efni og efnistökum höfundar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica