09. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
Teikning Tryggva Magnússonar í Speglinum 1929
Þessi teikning var birt í júníblaðinu (blaðsíðu 299) en farið var rangt með nafn eins af læknunum. Tryggvi Ásmundsson er Læknablaðinu alltaf haukur í horni og benti góðfúslega á þessa villu sem er hér með leiðrétt.
Frá vinstri eru eftirtaldir læknar: Helgi Tómasson geðlæknir, Guðmundur Thoroddsen kvensjúkdómalæknir, Gunnlaugur Einarsson háls-, nef- og eyrnalæknir og formaður LR, Guðmundur Hannesson formaður Læknafélags Íslands og ritstjóri Læknablaðsins og Matthías Einarsson skurðlæknir. Jónas frá Hriflu er með pípuhatt og í kjólfötum og líst ekki á blikuna þegar læknarnir setja upp ygglibrún.