09. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Fjögur félög eru undirstaða LÍ

Þann 15. ágúst rann út frestur til að skrá félagsaðild með atkvæðisrétti í LÍ, en á þeim grunni er ákvarðaður fulltrúafjöldi aðildarfélaganna fjögurra á aðalfundi LÍ í haust. Sú breyting hefur orðið á lögum félagsins að svæðafélögin og sérgreinafélögin tvö (félög skurð- og bráðalækna) sem áður fóru með fulltrúavald sinna félagsmanna gera það ekki lengur. Aðildarfélögin fjögur sem nú eiga fulltrúa á aðalfundinum 2018 eftir skipulags- og lagabreytingar LÍ eru Félag almennra lækna (FAL), Félag íslenskra heimilislækna, (FÍH), Læknafélag Reykjavíkur (LR) og Félag sjúkrahúslækna (FSL) sem stofnað var fyrr á þessu ári.

Niðurstaðan varð sú að skráðir félagar í FAL eru 340 og hafa þeir 17 fulltrúa á aðalfundi LÍ. FÍH félagsmenn eru 198 og hafa þeir 10 fulltrúa. LR er stærst aðildarfélaga með 463 félagsmenn og 21 fulltrúa á aðalfundinum. Í FSL eru 374 og 17 fulltrúar. Fjöldi félagsmanna sem skiptist á milli þessara félaga er í dag 1296 og hefur LÍ aldrei verið fjölmennara og fulltrúafjöldi á aðalfundi reiknast nú 65 sem er svipað og verið hefur. Hluti þessara félagsmanna, eða 158, skiptu atkvæði sínu á milli tveggja félaga og teljast félagsmenn í tveimur félögum. Ekkert er því til fyrirstöðu að eiga félagsaðild í fleiri aðildarfélögum, en aðeins tvö félög geta skipt með sér atkvæði félagsmanns til ákvörðunar fulltrúafjölda. Dágóður hópur félagsmanna, sem áður hafði ekki falið neinu af núverandi aðildarfélögunum atkvæði sitt, lét ekki vilja sinn í ljósi að þessu sinni og teljast þeir ekki með þegar fjöldi fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi LÍ 2018 er ákvarðaður. Þeir geta hins vegar hvenær sem er tilkynnt skrifstofu LÍ hvaða aðildarfélagi þeir kjósa að fela atkvæði sitt. Til þess að sú breyting öðlist gildi fyrir aðalfund LÍ árið 2019 þarf tilkynning að berast LÍ eigi síðar en 15. desember 2018.

FAL     340 læknar    17 fulltrúar á aðalfundi

FÍH     198 læknar    10 fulltrúar á aðalfundi

LR     463 læknar    21 fulltrúi á aðalfundi

FSL     374 læknar    17 fulltrúar á aðalfundiÞetta vefsvæði byggir á Eplica