07/08. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Til félagsmanna í Læknafélagi Íslands

                                                                                                                       Kópavogi 11. júní 2018.

Efni:     Skipulagsbreytingar Læknafélags Íslands.

Eins og áður hefur komið fram voru gerðar breytingar á lögum LÍ á síðasta aðalfundi sem fela í sér talsverðar skipulagsbreytingar hjá félaginu. Í breytingunum felst að læknar eru framvegis félagsmenn í Læknafélagi Íslands (LÍ) og velja síðan aðildarfélag til að tilheyra. Svæðafélögin eru ekki lengur aðildarfélög. Aðildarfélög LÍ eru framvegis fjögur:

  • Félag almennra lækna (FAL). Félagsmenn eru aðallega læknar sem ekki hafa lokið sérfræðinámi.
  • Félag íslenskra heimilislækna (FÍH). Félagsmenn eru aðallega læknar sem hafa heimilislækningar að aðalstarfi.
  • Félag sjúkrahúslækna (FSL). Félagsmenn eru aðallega læknar sem starfa á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
  • Læknafélag Reykjavíkur (LR). Félagsmenn eru aðallega læknar sem starfa að hluta eða öllu leyti sjálfstætt.

Aðildarfélögin fara með atkvæðisrétt félagsmanna sinna á aðalfundi LÍ og geta félagsmenn falið einu félagi atkvæðisrétt sinn eða skipt því milli tveggja félaga samkvæmt lögum LÍ. Velji læknir að vera í tveimur félögum getur hann falið öðru félaginu að fara með atkvæði sitt á aðalfundi eða skipt atkvæði sínu milli beggja félaganna.

Fyrir 15. ágúst næstkomandi þurfa læknar sem vilja breyta því hvaða aðildarfélag fer með atkvæði þeirra eða sem vilja skipta atkvæði sínu milli tveggja aðildarfélaga að tilkynna það til stjórnar LÍ.

Tilkynning um atkvæðisréttinn mun ráða því hversu marga aðalfundarfulltrúa hvert aðildarfélaganna hefur á aðalfundi LÍ 2018 sem haldinn verður 7.–9. nóvember næstkomandi í Hlíðasmára í Kópavogi.

Með félagskveðju,

f.h. stjórnar LÍ,

Reynir Arngrímsson formaður.


Tilkynning vegna atkvæðisréttar á aðalfundi Læknafélags Íslands

 

Nafn _____________________________________________________________________________

Kt. _______________________________________________________________________________

Netfang: __________________________________________________________________________

 

fel/ur hér með [merkja skal við eitt eða tvo félög. Ef merkt er við tvö félög er atkvæðinu skipt milli þeirra tveggja félaga]:

_______    Félagi almennra lækna

_______    Félagi íslenskra heimilislækna

_______    Félagi sjúkrahúslækna

_______    Læknafélagi Reykjavíkur

að fara með aðalfundaratkvæðið á aðalfundi Læknafélags Íslands 2018 og þangað til annað verður tilkynnt.

 

Ef engin tilkynning berst verður atkvæðið áfram hjá því félagi sem það var síðast falið.

 

Sendist með tölvupósti á netfangið lis@lis.is

eða

með landpósti á Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi

FYRIR 15. ÁGÚST 2018.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica