07/08. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Fjölmennt norrænt geðlæknaþing

                                        
                                         Geðlæknar messuðu ekki bara í Silfurbergi og Norðurljósum heldur í
                                         hverjum krók og kima í Hörpu, og hér er Nanna Briem geðlæknir með
                                         lítinn hóp þátttakenda á ráðstefnunni í fundarherbergi á jarðhæðinni.

 

Norrænir geðlæknar héldu sitt 32. þing hér í Reykjavík 13.-16. júní. Þingið er eitt hið stærsta sem haldið hefur verið en þátttakendur voru á sjöunda hundrað frá fjölmörgum löndum þó flestir væru frá Norðurlöndunum. Þetta er í fjórða sinn sem íslenskir geðlæknar standa fyrir þinginu sem haldið er á þriggja ára fresti en áður var það haldið hérlendis 1973, 1988 og 2003.

Frummælendur á þinginu voru 8 talsins: Alan Tasman frá Louisianaháskóla, Elias Eriksson frá Gautaborgarháskóla, Jan Olav Johannesen frá háskólanum í Stafangri, John Geddes frá Oxford-háskóla, Kerstin Jessica Plessen frá Kaupmannahafnarháskóla, Oliver Howes frá Imperial College London, Olli Kampman frá Tampereháskóla og Unnur Valdimars- dóttir frá Háskóla Íslands.

Á þinginu voru haldnar á þriðja tug málstofa um fjölbreytt efni og má þar nefna rannsóknir um fíkn og fíknsjúkdóma, fæðingarþunglyndi, kynskiptiaðgerðir, gervigreind og fjarlækningar, ljósameðferð og áhrif birtu á svefn og  skammdegisþunglyndi. Mörg þessara viðfangsefna kalla á þverfaglega nálgun fleiri sérgreina læknisfræði en fyrirlestur Alans Tasman minnti þátttakendur á hversu mikilvægt er á tímum hraðfara tækniþróunar í heimi lífvísinda og læknisfræði að hlusta á sjúklinginn og og gefa sér tíma til að mynda tengsl á milli geðlæknis og sjúklings.Þetta vefsvæði byggir á Eplica