07/08. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Unglæknar og læknanemar slógu í gegn í Washington

                                   
                                    Frá vinstri: Margrét B. Arnardóttir, Ingigerður Sverrisdóttir, Jóhann Páll
                                    Hreinsson, Jón H. Hjartarson, Kristján T. Örnólfsson, Þóra S. Guðmundsdóttir,
                                    Einar S. Björnsson, María B. Baldursdóttir, Berglind A. Magnúsdóttir,
                                    Kristján Hauksson og Ásdís Sveinsdóttir. Á myndina vantar Kjartan B. Valgeirsson.

 

Fjölmennur hópur frá Landspítala kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu meltingarlækna í Washington í byrjun júní, en hún var haldin í svokallaðri Digestive Dis-ease Week eða Meltingarsjúkdómaviku. Hópurinn vakti verðskuldaða athygli og rannsóknirnar þóttu framsæknar, metnaðarfullar og vandaðar.

Hópurinn frá Landspítala var með 12 kynningar sem skiptust á 11 nemendur; 6 unglækna og 5 læknanema. Kynningarnar fjölluðu um rannsóknir á sviði lifrarsjúkdóma, blæðinga frá meltingarvegi, brisbólgu og gallsteina.

Það var dr. Einar Stefán Björnsson sem leiddi hópinn, en hann er annar tveggja yfirlækna meltingar- og nýrnadeildar Landspítala, sem sinnir sjúklingum með almenn læknisfræðileg vandamál, nýrnasjúkdóma og sjúkdóma í meltingarfærum. Einar Stefán er einnig prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og var heiðursvísindamaður Landspítala árið 2016.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica