07/08. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Siðfræðiþing lækna í Reykjavík

                                                                                              

Læknafélag Íslands var einn af stofnendum Alþjóðalæknafélagsins (World Medical Association, WMA) árið 1947 í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og var þá haft að leiðarljósi að alþjóðasamvinna lækna gæti gert ómetanlegt gagn fyrir heilbrigðis- og félagsmál.

Alþjóðalæknafélagið heldur nú í fyrsta skipti aðalfund sinn hér á landi í byrjun október og í tengslum við það er haldið alþjóðlegt siðfræðiþing í Reykjavík.

Þetta eru tímamót fyrir læknasamfélagið í heild, og ekki á hverjum degi sem þvílíkt tækifæri gefst til að hlusta á alla helstu sérfræðinga í siðfræði undir einu þaki. LÍ hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í þinginu.

Skráið ykkur sem allra fyrst á: medicalethicsiceland.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica