06. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Viðurkenning til þriðja árs nema

                                        
                                                       Hulda Hrund Björnsdóttir og Alexander Sigurðsson.

Það fyrirkomulag hefur verið viðhaft á undanförnum árum að 3. árs læknanemar sem ljúka BS-prófi kynna lokaverkefni sín með stuttum fyrirlestrum á rannsóknaráðstefnu. Að þessu sinni voru kynnt 46 verkefni af fjölbreytilegum toga. Þessir tveir nemar fengu viðurkenningu fyrir áhugaverð verkefni og góðan flutning, þau Hulda Hrund Björnsdóttir sem vann að verkefni sínu, "Type 2 diabetes and cancer" undir leiðsögn Soffíu Guðbjörnsdóttur og Araz Rawshani í Gautaborg í Svíþjóð, og Alexander Sigurðsson sem vann að verkefni sínu, "Háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu á Landspítala" undir leiðsögn Sigrúnar Eddu Reykdal og Önnu  Margrétar Halldórsdóttur. Rannsóknaverkefni af þessum toga hafa ótvírætt menntungargildi, en í mörgum tilvikum skila þau einnig mikilvægum niðurstöðum sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og endað sem grein í ritrýndu fræðiriti.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica