05. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Tvær leiðréttingar

Við mynd Kristjáns A. Einarssonar á bls. 191 í síðasta blaði vantaði nafn læknisins sem er að sprauta starfsmann í álverinu í Straumsvík. Örn Bjarnason fyrrum ritstjóri Læknablaðsins hringdi og vakti athygli blaðsins á þessu. Læknirinn er Ólafur Jónsson (1924-1987) sem var trúnaðarlæknir Búnaðarbankans, Verslunarbankans, álversins og Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

                                       
                                                                     Mynd frá Ljósmyndastofu Reykjavíkur

Í síðasta pistil frá Embætti landlæknis í aprílblaðinu (bls. 208) vantaði eitt mikilvægt orð, það er feitletrað hér: Með gildistöku síðar á árinu verður óheimilt að ávísa ávana- og fíknilyfjum til afgreiðslu hér á landi á pappírsformi.                    

Læknablaðið biðst velvirðingar á þessu.

 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Guð

 

Loks þegar vorið vaknar,

veit ég, að hann er til.

Guð, sem gaf öllu lífið,

en gerði það hættuspil.

 

Fuglarnir fara að verpa,

fæðast þá lömbin smá.

Gróðurinn tekur að grænka,

allt glaðnar um land og sjá.

 

En handan við höf og granda

býr haustið með kulda og byl.

Allt á sitt upphaf og enda.

Af hverju erum við til?

 

Auðólfur Gunnarsson læknir og höfundur þessa ljóðs sem birt var í aprílblaðinu

fann á því smávaxna hnökra í einu erindinu. Þess vegna birtir blaðið ljóðið á ný.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica