05. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
Kvöddu Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir 154 ára starf
Í byrjun apríl 2018 voru 7 starfsmenn kvaddir sem létu af störfum sökum aldurs á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á árinu 2017. Samanlagður starfsaldur fólksins við stofnunina eru 154 ár, en innan hópsins eru einstaklingar sem hafa starfað hjá stofnuninni í 30-40 ár. Þau hafa því starfað hjá HSU nær allan sinn starfsferil sem er einstakt. „Við þökkum þeim öllum fyrir vel unnin störf, gott samstarf í gegnum árin og trúmennsku í þágu heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi, auk þess að óska þeim farsældar og velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.
Fimm af starfsmönnunum sem höfðu tök á því að mæta þegar þeim var
haldið kveðjuhóf eftir farsælt og gott starf hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurlands. Frá vinstri: Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir, Helgi Hauksson,
Þorbjörg Ársælsdóttir, Þorkell Guðbrandsson og Svanlaug Eiríksdóttir.
Þau sem létu af störfum eru:
Ásta Skúladóttir, móttökuritari á heilsugæslunni í Laugarási, starfaði hjá HSU í 6 ár.
Bóthildur Steinþórsdóttir, ljósmóðir Selfossi, starfaði hjá HSU í 18 ár.
Helgi Hauksson, læknir á heilsugæslunni í Þorlákshöfn, starfaði hjá HSU í 38 ár.
Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir, læknaritari á Selfossi, starfaði hjá HSU í 40 ár.
Svanlaug Eiríksdóttir, starfsmaður í þvottahúsi Selfossi, starfaði hjá HSU í 9 ár.
Þorbjörg Ársælsdóttir, launafulltrúi á skrifstofu Selfossi, starfaði hjá HSU í 34 ár.
Þorkell Guðbrandsson, læknir á lyflækningadeild Selfossi, starfaði hjá HSU í 9 ár.
Þá má geta þess að tveir starfsmenn sem störfuðu í Vestmannaeyjum hættu einnig á árinu 2017 sökum aldurs og verður þeim haldið sérstakt kveðjuhóf í Vestmannaeyjum fljótlega.