04. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Ný stjórn Læknafélags Íslands 2017-2018

                                   

Stjórn Læknafélags Íslands er kjörin var á aðalfundi í október 2017 skipa þau (efri röð f.v.): Guðrún Ása Björnsdóttir heimilislæknir meðstjórnandi, Björn Gunnarsson svæfingalæknir gjaldkeri, Reynir Arngrímsson erfðalæknir formaður, Magdalena Ásgeirsdóttir lyflæknir ritari. Neðri röð f.v.: Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir meðstjórnandi, María Gottfreðsdóttir augnskurðlæknir meðstjórnandi, Jóhanna Ósk Jensdóttir heimilislæknir meðstjórnandi. Á myndina vantar Ólaf Ó. Guðmundsson geðlækni meðstjórnanda. Frá og með næsta aðalfundi verða þær breytingar á stjórn LÍ að hana skipa tveir fulltrúar frá hverju fjögurra aðildarfélaga auk formanns. Félögin fjögur eru Félag sjálfstætt starfandi lækna LR, Félag sjúkrahúslækna, Félag almennra lækna og Félag íslenskra heimilislækna. Auk formanns hvers félags kjósa félögin einn fulltrúa hvert í stjórn LÍ. Formaður LÍ er kosinn almennri rafrænni kosningu allra félaga innan LÍ en sá háttur var viðhafður í fyrsta sinn við kosningu formanns
2017.                                                                    

HS


Þetta vefsvæði byggir á Eplica