02. tbl. 104. árg. 2018
Umræða og fréttir
Öldungar í Varsjá, Minsk og Vilnius
Varsjá. Konunglegi kastalinn.
Minsk: Hópurinn framan við Bolshoileikhúsið.
Minsk: Býflugnabóndi.
Vilnius: Íslandsstræti.
Dagana 25. ágúst til 3. september 2017 hélt 27 manna hópur læknaöldunga og maka þeirra ásamt fararstjóra Söguferða í heimsókn til Póllands, Hvíta-Rússlands og Litháen.
Fyrsti áfangastaður var Varsjá. Var þar gist í tvær nætur og tíminn notaður til að skoða þessa sögufrægu borg.
Frá Varsjá hélt hópurinn til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Þar var gist í fjórar nætur og var þar margt athyglisvert að sjá, bæði frá Sovét-tímanum og frá því honum lauk. Aðdáun vakti hið fagra Bolshoi óperu- og ballethús.
Litháen var síðasta land heimsóknarinnar og var gist í höfuðborginni Vilnius í þrjár nætur. Þar í landi er enn minnst þess stuðnings er Íslendingar veittu Litháen í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Meðal annars ber gata í Vilnius nafnið Íslandsstræti.
Umhverfi Vilnius er fagurt og má sérstaklega nefna eyjuna Trakai vestur af Vilnius en þar stendur fallegur kastali.
Flogið var heimleiðis 3. september eftir góða ferð.
PÁ