September blaðið
10. tbl. 111. árg. 2025
Ritstjórnargreinar
Hjálparhjörtu á Íslandi – nýr áfangi í meðferð lokastigs hjartabilunar. Inga Jóna Ingimarsdóttir
Meðal sjúklinga með alvarlega hjartabilun hafa tæknilausnir á borð við hjálparhjörtu (ventricular assist devices) haft í för með sér ótvíræðan ávinning. Í nýrri grein í Læknablaðinu er í fyrsta sinn lýst reynslu af ígræðslu og notkun hjálparhjarta á Íslandi. Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna um meðferð lokastigs hjartabilunar hér á landi.
Spilafíkn – vanmetinn alvarlegur heilbrigðisvandi Í tilefni af nýafloknum gulum september. Ingunn Hansdóttir
Spilafíkn er ekki afþreying sem hefur „farið úr böndunum“ heldur langvinnur sjúkdómur sem tengist umbunarkerfi heilans á svipaðan hátt og aðrir fíknsjúkdómar. Samt hefur þessi vandi lítið verið til umfjöllunar sem viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna, þrátt fyrir alvarleika hans.
Fræðigreinar
Rannsókn. Meðganga og fæðing flogaveikra kvenna á flogalyfjameðferð á Íslandi
Flogaveiki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn meðal kvenna á barneignaraldri og þekkt er að flogalyf geta skaðað fóstur. Ráðleggingar um meðferð flogaveikra kvenna á meðgöngu snúast um að lágmarka líkur á flogum og fósturskemmdum. Almennt er ekki mælt með lyfjabreytingum og mælt er með notkun háskammtafólats fyrir og á meðgöngu. Grein þessi lýsir niðurstöðum rannsóknar á útkomu meðgöngu og fæðingar flogaveikra kvenna á lyfjameðferð á Íslandi 2011-2020.
Rannsókn. Hjálparhjörtu á Íslandi 2010-2024
Afturskyggn rannsókn sem náði yfir tímabilið 01.01.2010-31.12.2024. Þýðið samanstóð af einstaklingum sem höfðu fengið hjálparhjarta og verið í meðferð eða eftirliti á Íslandi fyrir eða eftir ígræðslu á hjálparhjarta. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrá og voru skráðar breytur fyrir ígræðslu og afdrif eftir ígræðslu.
Sjúkratilfelli. Sarpur í gallblöðru
Hér er lýst sjúkratilfelli 61 árs gamals einstaklings sem var vísað á Landspítala vegna margra mánaða sögu um óþægindi, aðallega þrýstingseinkenni, undir hægri rifjaboga. Uppvinnsla leiddi í ljós blöðrulíka fyrirferð á gallblöðru. Viðkomandi gekkst undir skurðaðgerð í kviðsjá þar sem gallblaðra var fjarlægð og vefjagreining sýndi fram á sarp í gallblöðru.
KLÍNÍSK SKOÐUN OG AÐFERÐAFRÆÐI. Augnskoðun. Auður Kristín Pétursdóttir og María Soffía Gottfreðsdóttir
Marga sjúkdóma má sjá í augunum, bæði sjúkdóma sem eiga upptök í augunum sjálfum og sjúkdóma annars staðar í líkamanum. Dæmi um slíka sjúkdóma eru sykursýki, háþrýstingur, skjaldkirtilssjúkdómar, sýkingar og bólgusjúkdómar (til dæmis sárasótt, berklar, HIV, liðagigt, sarklíki). Þá geta ýmsir blóðsjúkdómar, eins og til dæmis hvítblæði, komið fram í augum.