Með nótur í farteskinu

októberblaðið

10. tbl. 110. árg. 2024

Ritstjórnargreinar

Rauðkyrningabólga í vélinda

Meðal lækna er fátt sem kyndir bál forvitni og fróðleiksfýsnar meira heldur en „nýir“ sjúkdómar.

Sjálfstæður rekstur er einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu

Róðurinn í heilbrigðiskerfinu þyngist jafnt og þétt. Fregnir dynja stöðugt á okkur um bið eftir tíma hjá heimilislæknum og sérfræðilæknum, neyðarástand á bráðamóttökum, biðlista eftir skurðaðgerðum, hjúkrunarrýmum og svo má lengi telja. Lýðfræðilegir þættir eins fjölgun þjóðarinnar, öldrun hennar og vaxandi sjúkdómabyrði munu þyngja róðurinn.

Fræðigreinar

Lakkrísneysla getur verið lífshættuleg

Ágrip

71 árs karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala eftir aðsvif. Hann var með verulega lágt blóðgildi kalíums, 2,1 mmól/L (viðmið 3,5-4,8 mmól/L) samhliða inflúensu A sýkingu og slappleika í lærvöðvum. Við nánari rannsóknir kom fram gáttatif, nýtilkominn háþrýstingur og aukinn útskilnaður á kalíum í þvagi. Lækkun reyndist vera á blóðgildi aldósteróns og reníns í blóði, sem benti til gervialdósterón-heilkennis (pseudo-hyperaldosteronism). Sjúklingur reyndist neyta umtalsverðs magns af lakkrís dagana fyrir komu, yfir 250g af lakkrískonfekti daglega, sem skýrði veikindi hans. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um áhættu lakkrísneyslu og hafa hana í huga þegar sjúklingur greinist með háþrýsting og lækkað blóðgildi kalíums.

Rauðkyrningabólga í vélinda hjá fullorðnum í íslensku og erlendu samhengi

doi 10.17992/lbl.2024.09.808

 

Rauðkyrningabólga í vélinda (eosinophilic esopagitis, EoE) er langvinnt bólguástand sem einkennist af bólgufrumum af ætt rauðkyrninga (eosinophils) í slímhúð og veldur kyngingarerfiðleikum bæði hjá börnum og fullorðnum. Þessum sjúkdómi var fyrst lýst fyrir rúmlega 30 árum.1





Þetta vefsvæði byggir á Eplica