Beinkröm – skortur í allsnægtum

Forsíðumyndin sýnir teiknaða mynd af beinbreytingum sem geta orðið við D-vítamínskort og kallast beinkröm. Í nýjasta tölublaði er viðtal við Soffíu Guðrúnu Jónasdóttur, sem í sínu starfi hefur greint tíu börn með beinkröm hérlendis.

September blaðið

10. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Inga Jóna Ingimarsdóttir

Hjálparhjörtu á Íslandi – nýr áfangi í meðferð lokastigs hjartabilunar. Inga Jóna Ingimarsdóttir

Meðal sjúklinga með alvarlega hjartabilun hafa tæknilausnir á borð við hjálparhjörtu (ventricular assist devices) haft í för með sér ótvíræðan ávinning. Í nýrri grein í Læknablaðinu er í fyrsta sinn lýst reynslu af ígræðslu og notkun hjálparhjarta á Íslandi. Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna um meðferð lokastigs hjartabilunar hér á landi.

Ingunn Hansdóttir

Spilafíkn – vanmetinn alvarlegur heilbrigðisvandi Í tilefni af nýafloknum gulum september. Ingunn Hansdóttir

Spilafíkn er ekki afþreying sem hefur „farið úr böndunum“ heldur langvinnur sjúkdómur sem tengist umbunarkerfi heilans á svipaðan hátt og aðrir fíknsjúkdómar. Samt hefur þessi vandi lítið verið til umfjöllunar sem viðfangsefni heilbrigðisstarfsmanna, þrátt fyrir alvarleika hans.

Fræðigreinar

Brynhildur K. Ásgeirsdóttir, Sigríður Margrét Þorbergsdóttir, Haukur Hjaltason, Ágúst Hilmarsson, Þóra Steingrímsdóttir

Rannsókn. Meðganga og fæðing flogaveikra kvenna á flogalyfjameðferð á Íslandi

Flogaveiki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn meðal kvenna á barneignaraldri og þekkt er að flogalyf geta skaðað fóstur. Ráðleggingar um meðferð flogaveikra kvenna á meðgöngu snúast um að lágmarka líkur á flogum og fósturskemmdum. Almennt er ekki mælt með lyfjabreytingum og mælt er með notkun háskammtafólats fyrir og á meðgöngu. Grein þessi lýsir niðurstöðum rannsóknar á útkomu meðgöngu og fæðingar flogaveikra kvenna á lyfjameðferð á Íslandi 2011-2020.

Magnús Ari Brynleifsson, Ævar Örn Úlfarsson, Martin Ingi Sigurðsson

Rannsókn. Hjálparhjörtu á Íslandi 2010-2024

Afturskyggn rannsókn sem náði yfir tímabilið 01.01.2010-31.12.2024. Þýðið samanstóð af einstaklingum sem höfðu fengið hjálparhjarta og verið í meðferð eða eftirliti á Íslandi fyrir eða eftir ígræðslu á hjálpar­hjarta. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrá og voru skráðar breytur fyrir ígræðslu og afdrif eftir ígræðslu.

Alexandra Aldís Heimisdóttir, Sverrir Harðarson, Kristín Huld Haraldsdóttir

Sjúkratilfelli. Sarpur í gallblöðru

Hér er lýst sjúkratilfelli 61 árs gamals einstaklings sem var vísað á Landspítala vegna margra mánaða sögu um óþægindi, aðallega þrýstingseinkenni, undir hægri rifjaboga. Uppvinnsla leiddi í ljós blöðrulíka fyrirferð á gallblöðru. Viðkomandi gekkst undir skurðaðgerð í kviðsjá þar sem gallblaðra var fjarlægð og vefjagreining sýndi fram á sarp í gallblöðru.

Auður Kristín Pétursdóttir, María Soffía Gottfreðsdóttir

KLÍNÍSK SKOÐUN OG AÐFERÐAFRÆÐI. Augnskoðun. Auður Kristín Pétursdóttir og María Soffía Gottfreðsdóttir

Marga sjúkdóma má sjá í augunum, bæði sjúkdóma sem eiga upptök í augunum sjálfum og sjúkdóma annars staðar í líkamanum. Dæmi um slíka sjúkdóma eru sykursýki, háþrýstingur, skjaldkirtilssjúkdómar, sýkingar og bólgusjúkdómar (til dæmis sárasótt, berklar, HIV, liðagigt, sarklíki). Þá geta ýmsir blóðsjúkdómar, eins og til dæmis hvítblæði, komið fram í augum.


októberblað

Umræða og fréttir

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

„Hér getum við bæði vaxið faglega og notið fjölskyldulífsins betur“

Læknahjónin Helga Rut Magnúsdóttir Halfin og Maxim Halfin kynntust í Ungverjalandi þar sem þau námu bæði læknisfræði. Eftir sérnám í Svíþjóð og störf þar í landi eru þau nú flutt til Íslands ásamt dætrum sínum þremur og farin að starfa innan íslenska heilbrigðiskerfisins.

Rakel Ingólfsdóttir, Sandra Seidenfaden, Elín Ingibjörg Jacobsen, Pálmi V. Jónsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Anna Bryndís Blöndal, Jón Steinar Jónsson

Lófafylli af lyfjum – Málþing um fjöllyfjameðferð á Læknadögum 2025

Með hækkandi aldri fjölgar sjúkdómsgreiningum og lyfjabyrði eykst. Fjöllyfja-meðferð fjölgar lyfjatengdum vandamálum og teflir lyfjaöryggi í tvísýnu, svo mjög að líta má á hana sem ígildi sjúkdóms. Fjöllyfjameðferð kallar á skýrt verklag, þar sem læknar eru minntir á ábyrgð sína við ávísun, endurnýjun og eftirfylgd lyfjagjafar.

Doktorsvörn við Karolinska Institutet í Stokkhólmi: Brynhildur Tinna Birgisdóttir

Brynhildur Tinna Birgisdóttir varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við Karolinska háskólann þann 13. júní. Titill doktorsritgerðarinnar er Teikn líknarbelgssýkingar eftir fyrirmálsrifnun himna (Current and novel markers for intraamniotic infection after preterm prelabor rupture of membranes).

Hjördís Harðardóttir

Bókin mín. Fjársjóðskistan. Hjördís Harðardóttir

Ég hef alltaf lesið mikið og allar tegundir af bókum. Það fer eftir hugarástandi og álagi í umhverfinu hvort valið verður skáldsögur, smásögur, glæpasögur, ferðabækur, þjóðsögur, fræðirit og svo framvegis. Íslendingasögur hafa verið mér hugleiknar undanfarið og tengjast þær námskeiðum sem ég hef sótt í fornbókmenntum, mér til ánægju.

Embla Rún Björnsdóttir

Dagur í lífi. Blaut á bak við eyrun. Embla Rún Björnsdóttir

07:15 Öskrað á mig af öllum lífs og sálarkröftum á tungumáli sem ég skil ekki, svo ég gef ferfætlingunum morgunmat áður en ég fæ mér eitthvað sjálf. Go to er Nocco límon, hafragrautur með púðursykri og ristað brauð með kæfu (hjá mér, kisurnar vilja bara kisumat). Nauðsynlegt að fá næga orku til að takast á við stofugang til hádegis.

Jón Gunnlaugur Jónasson

Sérgreinin mín. Meinafræði. Greining sjúkdóma í frumum og vefjum. Jón Gunnlaugur Jónasson

Ýmsar góðar fyrirmyndir voru í meinafræðinni, meðal annars prófessor Jónas Hallgrímsson sem leiddi stofnunina og Ólafur Bjarnason fyrirrennari Jónasar. Einnig varð mér góður samstarfsmaður og fyrirmynd Bjarki Magnússon meinafræðingur. Það reyndist mér mikilvægt hvað Jónas var hvetjandi í vísindum.

Gígja Erlingsdóttir

Sérgreinin mín. Meinafræði. Leiðin að réttu hillunni. Gígja Erlingsdóttir

Meinafræði? Það væri talsverð U-beygja frá fyrri áformum um klínískar læknisgreinar. Mér þótti sjúkdómafræðin áhugaverð og meinafræðikúrsinn hafði verið skemmtilegur en smásjárskoðunin fannst mér reyndar lítið spennandi. Ég man hvað ég fagnaði því eftir verklega prófið að ég þyrfti aldrei aftur að skoða í smásjá. Lítið vissi ég þá.

Pétur Guðmann Guðmannsson

Liprir pennar. Hvað get ég sagt? Pétur Guðmann Guðmannsson

Orðelskir læknar hafa ávallt viljað gefa íslenskunni stað í sérfræðimálinu. Framtakssemin náði hápunkti í lok síðustu aldar með heildarþýðingum á Nomina Anatomica og ICD 10. Þó margar klókar þýðingar standi á gulnuðum síðum þessara bóka er þar líka sitthvað afkáralegt. Voru líffæraheitin þýdd vitandi til að hvert og eitt þeirra kynni í raun að verða notað einhvern tíma í texta?

Olga Björt Þórðardóttir

Framtíð læknisþjónustu á Íslandi: samhæfing, ný sýn og ný tækifæri

Á undanförnum tveimur árum hefur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, leitt verkefni sem ber heitið Framtíð læknisþjónustu á Íslandi. Verkefnið miðaði að því að samræma mannaflaspár, endurskoða verkaskiptingu og skapa heildarsýn fyrir læknisþjónustu landsins.

Olga Björt Þórðardóttir

87 læknanemar leystu af í 11 vikur í sumar

Alls voru 87 læknanemar ráðnir til starfa á Landspítala sumarið 2025 og störfuðu í um 11 vikur á hinum ýmsu sviðum spítalans. Runólfur segir að störfin gefi læknanemum mikilvæga reynslu og innsýn í störf lækna. „Markmiðið er að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar allt árið.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Fundur ritstjórna norrænna læknablaða, í Stokkhólmi, Svíþjóð

Það er afar notalegt að funda með starfsbræðrum og systrum norrænu læknablaðanna. Allir eru tilbúnir að aðstoða hver annan og gefa góð ráð. Djúpar umræður eru á hverjum fundi um innihald blaðanna, bæði vísindalegt og félagslegt, útgáfu og dreifingu.

Oddur Steinarsson

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Vottorðaþjónusta ríkisins. Oddur Steinarsson

 

Heilbrigðisráðuneytið virðist með þessari rýmkun á hugtakinu vottorð fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna lögmanna og tryggingafélaga um leið og læknar sjúkratryggingakerfisins eru skikkaðir til að gera mun víðtækari vottorð en það sem þeir hafa komið að sem læknar.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Læknavarpið. Beinkröm – skortur í allsnægtum

Soffía Guðrún Jónasdóttir hélt áhugavert erindi á Læknadögum síðastliðinn vetur, sem bar yfirskriftina „Beinkröm – skortur í allsnægtum“. Soffía hefur í sínu starfi greint tíu börn með beinkröm hérlendis og segir að íslensk börn séu almennt ekki að fá nægjanlegt magn D-vítamíns. 

Olga Björt Þórðardóttir

Geta greint 40 arfgenga efnaskiptasjúkdóma í einni og sömu mælingu

Á bak við hvern örsmáan blóðblett á þerripappír, frá nýbura, felast mikil vísindi, dýrmæt samfélagsleg ákvörðun og von um heilbrigðari framtíð. Á erfða- og sameindafræðilæknisfræðideild Landspítalans starfar teymi sérfræðinga sem vinnur við að greina arfgenga efnaskiptasjúkdóma áður en þeir ná að skaða viðkvæmasta hóp þjóðarinnar, börnin.

Lucas Seidelin Winkelmann, Dagný Halla Ágústsdóttir, Hjálmar Bjartmarz, Arnar Ástráðsson

Bréf til blaðsins. Stofnfrumuígræðsla við Parkinsonsjúkdómi




Þetta vefsvæði byggir á Eplica