12. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Færri deyja hér úr COVID-19 en á hinum Norðurlöndunum

Dánartíðni vegna COVID-19 sýkinga er lægst hér á landi af Norðurlöndunum. Það má sjá í nýjustu Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis. Hér á landi hafa 3,5 af hverjum 100.000 látist.

Dánartíðnin er langtum hæst í Svíþjóð, 57,1 af 100.000. Hún er 11,7 í Danmörku, 6,3 í Finnlandi og 5,2 í Noregi. Miðað er við tölur frá apríl til septemberloka. Sagt er frá því að tíðni annarra öndunarfærasjúkdóma en COVID-19 hafi einnig verið lægri en á sama tímabili undanfarin ár og að búist sé við færri inflúensusmitum vegna sóttvarnaaðgerðanna við heimsfaraldrinum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica