11. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir

Múlagljúfur

Múlagljúfur er stórkostlegt mosavaxið árgljúfur í sunnanverðum Öræfajökli, skammt frá Kvískerjum. Það er tvímælalaust á meðal fegurstu staða á Íslandi og náttúruperla á heimsmælikvarða. Innst í gljúfrinu er Múlafoss í Múlaá en neðar steypist ofan í það 117 m hár foss sem heitir Hangandi foss. Fossatvennan með mosavaxið gljúfrið í forgrunni og Rótarfjallshnjúk í baksýn er snotur hönnun og þarna hefur skaparinn greinilega átt góðan dag.

Myndin er tekin í lok júlí síðastliðnum en þá kom ég að gljúfrinu í þoku og nánast engu skyggni. Ég ákvað að bíða rólegur en þegar þokunni tók að létta nokkrum klst. síðar náði ég þessu dulúðlega skoti.Þetta vefsvæði byggir á Eplica