11. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020. Vaka Ýr Sævarsdóttir krabbameinslæknir

Brennisteinsalda

Þegar eitthvað á hug manns allan, getur það haft haft áhrif á hvernig maður skynjar umhverfi sitt. Í starfi mínu upplifi ég að aðstæður, ástand og óskir okkar sjálfra og sjúklinganna hafa áhrif á hvernig orð og skilaboð eru túlkuð í samskiptum.

Undir lok síðasta árs eignuðumst við fjölskyldan hund sem hefur heldur betur oft legið mér ofarlega í huga og gefið af sér margar gleðistundirnar þegar heim úr vinnu er komið. Það kemur því kannski ekki á óvart að við sáum hundi bregða fyrir í klettum og steinum á ferð okkar um landið í sumar. Myndin tekin á göngu frá Landmannalaugum að fjallinu Brennisteinsöldu.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica