11. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020. Jón Baldursson bráðalæknir

Jökulkrókur

Ef maður vill komast burt úr smithættu er þetta tilvalinn staður. Jökulkrókur austan undir Langjökli inn af Þjófadölum. Þangað leggja fáir leið sína þótt ekki sé þetta langt frá gamla Kjalvegi. Við hjónin erum sjálfboðaliðar á vegum Jöklarannsóknafélagsins og mældum stöðuna á þessum jökulsporði seint í ágúst í sumar. Þegar við komum þarna fyrst fyrir tuttugu árum sást rétt í kollinn á höfðanum sem nú klýfur sporðinn. Á tveimur áratugum hefur sporðurinn hopað sem nemur hátt á sjötta hundrað metrum. Heimurinn er hverfull.Þetta vefsvæði byggir á Eplica