11. tbl. 106. árg. 2020
Umræða og fréttir
Ljósmyndir lækna frá COVID-19-sumrinu 2020. Ólafur Már Björnsson augnlæknir
Uppskeran af sumarmyndum er gríðarleg, – og læknar reiðubúnir til að deila þeim með kollegum sínum. Ef allt fer sem horfir um plágur og smit verður gamla auglýsingaslagorðið ÍSLAND, SÆKJUM ÞAÐ HEIM enn í fullu gildi næsta sumar og við getum glatt okkur við að búa á „stórustu“ eyjunni. - VS
Súlutindar
Þegar hjólaferð til Ítalíu féll niður í lok ágúst fórum við Jón Örvar Kristinsson meltingarlæknir og Hrönn Harðardóttir lungnalæknir ásamt konu minni Þóru Þórisdóttur inní Núpsstaðarskóg. Þar gengum við á Súlutinda vestan við Skeiðarárjökul. Hér má sjá Jón Örvar á leið uppá blátindinn. Ísland uppá sitt besta.