07/08. tbl. 106. árg. 2020
Umræða og fréttir
Betra að gera of mikið en lítið er mat Tómasar Brynjólfssonar í fjármálaráðuneytinu
„Við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu frá árinu 1920,“ sagði Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann sagði rétt að taka varfærin skref en betra væri að gera of mikið en of lítið.
Hann fór yfir ólíkar sviðsmyndir til 2025-26. Annars vegar að frá og með 2022 verði hægfara bati í ferðaþjónustunni. Hins vegar að hingað komi tvær milljónir ferðamanna að nýju. „Á því munar 100 milljörðum króna.“ Munur á skatttekjum séu 40 milljarðar.
Tómas lagði áherslu á að næstum því rétt ákvörðun strax væri betri fyrir hagstjórnina en hárrétt ákvörðun of seint.