07/08. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Ekki allir bökuðu súrdeigsbrauð í sóttkví, sagði Urður Njarðvík á málþingi HÍ

Prófessor í sálfræði dró upp dökka mynd af líðan barna með ADHD og foreldra þeirra

Urður Njarðvík, prófessor í sálfræði, fór yfir tölur úr rannsókn á líðan barna með ADHD og foreldra þeirra í kófinu.

Kórónuveirufaraldurinn var mjög erfiður fyrir marga. „Það voru ekki allir að baka súrdeigsbrauð og púsla með börnunum sínum. Þetta var erfitt,“ sagði Urður Njarðvík, prófessor í sálfræði, sem kynnti dökk áhrif samkomubanns á líðan bæði barna með ADHD og foreldra þeirra.

39 börn tóku þátt í rannsókninni sem sýndi að kvíðinn jókst, streita einnig og hlutfall foreldra sem fór yfir klínísk mörk vegna þunglyndis fór úr 15,4% í 23,1% meðan á rannsókninni stóð. Hún sagði að til-finningavandi barna hefði aukist marktækt og mælst yfir 50%. „Þetta eru kvíðaeinkenni og depurðareinkenni,“ sagði hún. „Þetta er alvarlegt.“ Líðan foreldra versnaði einnig, einkum alvarleg þunglyndiseinkenni, „sem er sérstakt áhyggjuefni,“ sagði hún. „Þetta er vanlíðan, vonleysi. Þetta er sú upplifun að maður sé ekki þess virði að lifa.“

Hún benti á stöðu foreldranna. „Ef við hendum 50 kílóa poka á alla þá mæðist sá fyrr sem ber þungar byrðar fyrir.“

Urður benti á að í næsta faraldri þyrfti að huga betur að umgjörðinni. Tryggja þjónustu við börn en nánast allar stofnanir voru lokaðar á þessum tíma. „Við þurfum að læra af þessum faraldri,“ sagði hún.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica