07/08. tbl. 106. árg. 2020
Umræða og fréttir
Glænýir læknar bætast við stéttina
Hátíðisdagur var þann 11. júní þegar 52 kandídatar rituðu undir læknaeiðinn hjá Læknafélagi Íslands. Læknarnir sem nú útskrifast rituðu í nýja bók en sú fyrri hafði verið notuð allt frá árinu 1932, samkvæmt orðum Engilberts Sigurðssonar, forseta læknadeildar Háskóla Íslands, sem ávarpaði hópinn.
„Gamla bókin er hér einnig á staðnum með undirskriftum íslenskra lækna allt frá þeim tíma. Ég ætla að lesa hann upp áður en þið hefjið undirritun,“ sagði hann sposkur.
Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins, Alma D. Möller landlæknir og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala ávörpuðu einnig ungu læknana. Þau tvö síðarnefndu ræddu kulnun meðal lækna og mikilvægi þess að passa upp á heilsu sína í starfi, eða eins og Alma sagði, „setjið fyrst grímuna á ykkur, síðan skjólstæðingana,“ og vísaði í flugið.
Engilbert óskaði hópnum til hamingju, bæði þeim sem útskrifast hér á landi og ytra. Hann benti á að nú væru konur í meirihluta sem endurspeglaðist líka í því að nærri 80% stúdenta við Háskóla Íslands og meðal þeirra sem ljúka doktorsprófi frá læknadeild væru konur.
Alls útskrifast 50 frá Íslandi, 2 frá Ítalíu, 2 frá Danmörku, 17 frá Slóvakíu og 14 frá Ungverjalandi sem læknar í ár og eru því 85 talsins.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Þórdís Þorkelsdóttir, Ásta Guðrún Sighvatsdóttir, Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, Hugrún Þórbergsdóttir, Sara Margrét Guðnýjardóttir útskrifast frá Íslandi.
Arnar Bender (Danmörku), Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson, Arnar Snær Ágústsson (Slóvakíu), Kristín Óskarsdóttir, Ívar Örn Clausen, Stefán Orri Ragnarsson og Halldór Arnar Guðmundsson útskrifast frá Íslandi.
Signý Rut Kristjánsdóttir, Andrea Björk Jónsdóttir og Sigríður Þóra Birgisdóttir.
Ásgeir Þór Magnússon útskrifast frá Slóvakíu og Hjörtur Freyr Hjartarson og Þorkell Einarsson frá Íslandi.
Harpa Rún Ingólfsdóttir, Urður Rún Guðbergsdóttir og Sara Rut Kristbjarnardóttir útskrifast allar frá Slóvakíu.
Læknablaðið óskar læknakandídötum árið 2020 innilega til hamingju með áfangann!
Aðalheiður Elín Lárusdóttir
Alda Kristín Guðbjörnsdóttir
Andrea Guðmundsdóttir
Andrea Björg Jónsdóttir
Andrea Njálsdóttir
Andrés Magnús Vilhjálmsson
Anna Guðrún Einarsdóttir
Arna Ýr Guðnadóttir
Arnar Snær Ágústsson
Arnar Bender
Árný Jóhannesdóttir
Ásdís Hrönn Sigurðardóttir
Ásdís Sveinsdóttir
Ásgeir Þór Magnússon
Ásrún Björk Hauksdóttir
Ásta Guðrún Sighvatsdóttir
Berta Guðrún Ólafsdóttir
Birna Brynjarsdóttir
Birta Bæringsdóttir
Blædís Kara Baldursdóttir
Bryndís Steinunn Bjarnadóttir
Daníel Kristinn Hilmarsson
Eggert Ólafur Árnason
Einar Bragi Árnason
Elísabet Daðadóttir
Ellen María Gunnarsdóttir
Elva Rut Sigurðardóttir
Erla Þórisdóttir
Eva Katrín Sigurðardóttir
Gísli Þór Axelsson
Guðrún Margrét Viðarsdóttir
Gústav Arnar Davíðsson
Halldór Arnar Guðmundsson
Harpa Björnsdóttir
Harpa Gunnarsdóttir
Harpa Rún Ingólfsdóttir
Haukur Óskarsson
Helga Margrét Helgadóttir
Helga Björk Kristinsdóttir
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
Hjördís Ýr Bogadóttir
Hjörtur Freyr Hjartarson
Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson
Hrafnhildur Bjarnadóttir
Hróðmar Helgi Helgason
Hugrún Þórbergsdóttir
Ívar Örn Clausen
Jakub Szudrawski
Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir
Jónas Ásmundsson
Júlíus Geir Sveinsson
Katrín Hrund Pálsdóttir
Kristín Óskarsdóttir
Kristján Smári Guðjónsson
Kristján Ari Ragnarsson
Linda María Karlsdóttir
Mads Christian Aanesen
Margrét Arna Viktorsdóttir
Oddur Máni Malmberg
Ólafur Orri Sturluson
Ragnar Árni Ágústsson
Rebekka Rós Tryggvadóttir
Ríkey Eiríksdóttir
Rósa Líf Darradóttir
Sandra Dís Kristjánsdóttir
Sara Margrét Guðnýjardóttir
Sara Rut Kristbjarnardóttir
Sharon Dahari
Signý Rut Kristjánsdóttir
Sigríður Þóra Birgisdóttir
Silja Ægisdóttir
Stefán Orri Ragnarsson
Steinunn Hlíf Guðmundsdóttir
Stella Rún Guðmundsdóttir
Sævar Þór Vignisson
Tanja Elín Sigurgrímsdóttir
Unnar Óli Ólafsson
Urður Rún Guðbergsdóttir
Veigar Þór Helgason
Xiao Tang
Þorkell Einarsson
Þorsteinn Björnsson
Þorsteinn Viðarsson
Þórdís Þorkelsdóttir
Ægir Eyþórsson