06. tbl. 106. árg. 2020
Umræða og fréttir
Heilbrigðisráðherra þakkar WHO fyrir hjálpina
Mynd/Skjáskot
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkaði fyrir leiðsögn og forystu WHO þegar hún ávarpaði þing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þann 18. maí. Hún hvatti til samstöðu þjóða. Þingið var haldið á netinu vegna heimsfaraldurs COVID-19. Faraldurinn var helsta umræðuefnið þingsins. Orð Svandísar féllu sama dag og Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að stöðva allar greiðslur ríkisins til stofnunarinnar.