06. tbl. 106. árg. 2020
Umræða og fréttir
Samdráttur í þjónustu Landspítala á tímum COVID-19
Meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga á Landspítala var 15,4% færri á dag í mars í ár en í fyrra. Opin rými voru einnig 5,8% færri nú en í fyrra. Rúmanýting var rétt um 10 prósentustigum minni í ár en í fyrra, eða 87,6%. Þetta má lesa í starfsemisupplýsingum Landspítala fyrir mars.
Sjá má að komum á allar bráðamóttökur fækkaði um 8,5% og skurðaðgerðum um 6,5%. Fæðingum í mars fjölgaði hins vegar um 8,4% milli ára.
Mynd/gag